Aldarsaga UMSK 1922-2022

603 lands og Lýðheilsustöð styrktu einnig mótshaldið með fjárframlögum.850 Til að innsigla framkvæmd mótsins var undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar, unglingalandsmótsnefndar og UMFÍ. Hinn 12. júní var haldinn borgarafundur með heimamönnum til að kynna fyrir þeim hvað þeir ættu í vændum um verslunarmannahelgina. Margrét Baldursdóttir var ráðin verkefnastjóri landsmótsins en Ómar Bragi Stefánsson var framkvæmdastjóri líkt og hann hafði verið frá árinu 2004, hann sagði í viðtali í Skinfaxa sumarið 2010: „Það hefur margt breyst í umgjörð mótanna í gegnum tíðina. Hreyfingin er farin að kunna þetta betur og þekkinguna nýtum við okkur frá ári til árs. Fólk er orðið gríðarlega jákvætt í garð þessara móta og það hefur tekist afar vel að fá samstarfsaðila í lið með okkur.“851 Sólskin og 20 stiga hiti vermdi mótsgesti sem voru 10–12 þúsund. Setningarathöfnin fór fram á íþróttavellinum og þar flutti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarp. Tjaldsvæði var í nokkurri fjarlægð frá bænum en rútur gengu á milli tjaldsvæðis og keppnissvæðis. Margir foreldrar og fjölskyldur fylgdu keppendum á þetta sólríka mót. Um 1700 ungmenni tóku þátt í keppninni, þar af voru 260 keppendur frá UMSK. Þeir gátu valið milli margra keppnisgreina, þær helstu voru, taldar í stafrófsröð: Dans, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótokross, skák og sund. 14. unglingalandsmót UMFÍ Egilsstaðir 29.–31. júlí 2011 Árið 2011 höfðu unglingalandsmót UMFÍ fest sig rækilega í sessi. Með þeim var sleginn nýr tónn sem átti sannarlega hljómgrunn í samfélaginu líkt og fram kemur í grein Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ, hún ritaði í Skinfaxa árið 2011: „Segja má að hið uppeldislega gildi Unglingalandsmótanna, þar sem öllum börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára er gert kleift að taka þátt, óháð fyrri afrekum á íþróttasviðinu, sé í því fólgið að leggja áherslu á að árangur í íþróttum verði ekki eingöngu mældur í afrekum heldur að í þátttökunni felist einnig heilsuefling og forvörn.“852 Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, tók í sama streng í sínu ávarpi: „Framkvæmdaaðilar mótsins á Egilsstöðum hafa lagt mikinn metnað í alla undirbúningsvinnu. Unglingalandsmótin eru með stærstu íþróttamótum sem haldin eru hér á landi. Mótin eru kjörinn vettvangur fyrir alla Velkomin í Borgarnes! Auglýsing úr Skinfaxa sumarið 2010. Unglingalandsmótið var kynnt af kostgæfni í Skinfaxa, tímariti UMFÍ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==