Aldarsaga UMSK 1922-2022

600 glímukeppnin fram og að henni lokinni var efnt til bændaglímu þar sem tveir hópar tókust á undir stjórn svokallaðra bænda. Skákkeppnin fór fram í Litlulaugaskóla en keppnin í hestaíþróttum á Einarsstöðum, örskammt frá Laugum. Þangað mættu 17 knapar sem tóku hesta sína til kostanna í tölti og fjórgangi. Það rigndi nokkuð á sunnudeginum, ekki þó um kvöldið, þá var uppstytta og blankalogn og viðraði vel til flugeldasýningar. Skömmu fyrir miðnætti var dansleiknum í UMFÍ-tjaldinu slitið, mótsgestir streymdu út á leikvanginn þúsundum saman og komu sér fyrir í áhorfendabrekkunni. Tilkynnt var að Snæfellingar væru fyrirmyndarlið mótsins, síðan tók við flugeldasýning sem var tignarleg að vanda: „Svo hófst flugeldasýningin og flugeldarnir þutu mót himni. Þar leystust þeir upp í öllum regnbogans litum og fylltu himininn með stjörnum og strikum. Þrumurnar tóku við í hæðunum í kring og þetta var tilkomumikið sjónarspil. Þannig lauk unglingalandsmótinu á Laugum 2006 en mótsgestir tíndust á braut glaðir í sinni.“843 10. unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 3.–5. ágúst 2007 Þrír staðir komu til greina sem vettvangur fyrir unglingalandsmótið 2007: Blönduós, Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði, niðurstaðan var eindregin, til Hafnar skyldi haldið. Hornfirðingar voru um þetta leyti um 1700 talsins, mannvirkjauppbygging var nauðsynleg fyrir væntanlegt mót og heimamenn réðust í að byggja nútímalegan frjálsíþróttavöll, það tókst í tæka tíð en verra fór með sundlaugina, hafist var handa við jarðvinnu fyrir nýja laug í fullri stærð en jarðvegsdýpi reyndist það mikið að verkið lenti í ógöngum og var slegið á frest. Notast var við eldri sundlaug á landsmótinu sem var einungis 12,5 x 6 metrar að stærð. Ártalið 2007 komst síðar á spjöld Íslandssögunnar sem árið fyrir efnahagshrunið, þetta var árið þegar óhófið og þenslan var í hámarki, þótt fáir virtust veita því eftirtekt þá, allt lék í lyndi og enginn hörgull var á styrktaraðilum fyrir þennan mikla viðburð á Höfn. Á unglingalandsmótinu sjálfu horfði fólk hinsvegar til fortíðarinnar, árið 2007 var rétt öld síðan Ungmennafélag Íslands var stofnað og var þess minnst sérstaklega á landsmótinu. Ragnhildur Einarsdóttir var formaður landsmótsnefndar, hún var jafnframt formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (ÚSÚ) en Ómar Bragi Stefánsson var framkvæmdastjóri mótsins. Setningarathöfnin hófst föstudagskvöldið 3. ágúst með skrúðgöngu 800 ungReisulegar byggingar og fagurt umhverfi einkenna staðarbrag á Laugum í Reykjadal.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==