Aldarsaga UMSK 1922-2022

60 gestrisni heimamanna. Grímur Norðdahl, sem tók þá við ritarastörfum í UMSK, fann sig knúinn til að bæta smávegis við þinggerðina. Eftirmáli Gríms var á þessa leið: Mér var falið að auka því við sem vantar í fundargjörðina en það er þakklæti okkar sem þingið sóttum og nutum gestrisni „drengjanna“ í Kjósinni. En nú sje jeg að að það er ofætlun að ætla einum að þakka fyrir alla, enda var þessi stutti tími sem við dvöldum í Kjósinni eitthvað svo óvenjulega ánægjulegur og eins og trúin á ungmennafélagsskapinn hafi tvöfaldast við ferðina. Grímur S. Norðdahl.16 Amast við nautnum og nasistum Ungmennafélagar innan UMSK voru menn með heitar hugsjónir og stundum hitnaði þeim í hamsi við umræður um þau málefni sem hæst risu hverju sinni. Á þingi UMSK 1933 urðu heilmiklar umræður um þjóðmál í tilefni þess að fram var komin stjórnmálahreyfing sem kallaði sig þjóðernishreyfingu og hafði tekið traustataki kjörorð ungmennafélaganna: Íslandi allt. Þessir þokkapiltar, sem almennt voru kallaðir nasistar, áttu litlum vinsældum að fagna á þinginu og lagði stjórn UMSK þunga áherslu á að hér væri ekki um ungmennafélaga að ræða. Sumum þingfulltrúum þótti þessi umræða of eldfim og bentu á að ungmennafélagar hefðu viljandi sniðgengið umræður um trúmál og stjórnmál til að halda friðinn. Stjórnin lét þó engan bilbug á sér finna og lagði fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu. Vegna þess að ungmennafjelögin voru í upphafi stofnuð sem þjóðernisfjelög og hafa jafnan starfað á lýðræðisgrundvelli, lýsir hjeraðsþing UMSK því yfir að félögin eiga ekkert skylt við stjórnmálastefnu þá sem gengur undir nafninu „Þjóðernishreyfing.“17 Á fjórða áratugnum spratt upp svokölluð Vökumannahreyfing sem átti að vera einskonar pólitískt andsvar landsbyggðarinnar við erlendum stjórnmálastefnum. Hreyfingin þótti hægrisinnuð en helsti frumkvöðull hennar var fyrrverandi formaður UMFÍ, Jónas Jónsson frá Hriflu. Vökumenn reyndu að ná ítökum í ungmennafélagshreyfingunni en höfðu ekki erindi sem erfiði. Á ársþingi UMSK 1936 felldu þingfulltrúarnir 12 tillögu um samvinnu við Vökumannahreyfingu Jónasar en samþykktu hinsvegar einróma eftirfarandi ályktun: Þing UMSK 1936, lætur einróma í ljós ánægju sína yfir samþykkt síðasta sambandsþings UMFÍ um baráttu fyrir persónulegu frelsi, friði og menningu. Þingið telur það hlutverk ungmennafélaga að standa vel á verði gegn „fasisma“ og einræðisstefnum.18 Annar háski steðjaði að þjóðinni um líkt leyti en það var stöðugt meiri neysla og framleiðsla áfengra drykkja þrátt fyrir áfengisbann þeirra tíma. Allir ungmennafélagar gengust þá undir bindindisheit sem þeim gekk misjafnlega vel að standa við. Landabrugg færðist mjög í aukana á bannárunum og var það bindindismönnum eins og forystumönnum UMSK mikill þyrnir í augum. Gestur Andrésson, formaður UMSK, var sérlegur andstæðingur áfengisdrykkju og á þingi 1934 varaði hann við háskanum af „svartadauða“ og vaxandi drykkjuskap. Þá bar hann fram tillögu sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: Sambandsþingið skorar á stjórnir félaganna að beita sér fyrir samtökum ungmennafjelaga um að vekja öfluga hreyfingu gegn heimabruggi og öðru böli sem leiðir af áfengisneyslu – og fyrir aukinni virðingu fyrir lögum sem takmarka notkun og veitingu áfengis.19 Nú fór að bera á því að auknar kröfur um löggæslu á fjáröflunarsamkomum ungmennafélaga voru orðnar þeim þungar í skauti. Þetta stafaði mest af því að heldur of margar fyllibyttur létu sjá sig á þessum skemmtunum að áliti þeirra Gríms Norðdahls og Ólafs Þórðarsonar sem fannst óþarfi að félögin bæru þennan kostnað. Þeir fluttu eftirfarandi tillögu til úrbóta á þingi UMSK 1938: Héraðsþing UMSK felur væntanlegri stjórn að leita eftir því að fá það atriði inn í áfengislögin að ríkisÍslenskir nasistar tileinkuðu sér kjörorð ungmennafélaganna: Íslandi allt, við litla hrifningu ungmennafélagshreyfingarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==