Aldarsaga UMSK 1922-2022

599 tartanbrautum var byggður, einnig nýr völlur fyrir hestaíþróttir, nýleg sundlaug og íþróttahús voru til staðar og golfvöllurinn var endurbættur. Sædís Íva Elíasdóttir, formaður USVS, var formaður mótsnefndar en Ómar Bragi Stefánsson og Sandra Brá Jóhannsdóttir höfðu yfirumsjón með framkvæmd mótsins. Keppnin hófst á föstudegi í flestum greinum, mótssetning var um kvöldið, þá gengu keppendur fylktu liði inn á völlinn, Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, setti mótið og séra Haraldur Kristjánsson blessaði leikvanginn nýja. Loks var landsmótseldurinn tendraður við mikinn fögnuð viðstaddra og Hildur Vala Einarsdóttir söng nokkur lög. Veðurguðirnir verðlaunuðu Víkurbúa og gesti þeirra með frábæru veðri um mótsdagana. UMFÍ lagði fram risastórt samkomutjald, 1400 fermetra að stærð, það var meðal annars notað fyrir glímukeppni, 37 ungmenni tóku þátt í henni, einnig var sett þar upp glímusmiðja og boðið upp á sýningu og kennslu í þessari fornu íþrótt, tóku um 300 börn og unglingar þátt í þeim viðburði. Ýmsar aðrar íþróttagreinar voru kynntar á mótinu, til dæmis dans, bogfimi og kassaklifur, einnig var hæfileikakeppni í risatjaldinu og á kvöldvökunni á laugardeginum léku hljómsveitirnar Á móti sól og Svitabandið. Á þessu 8. unglingalandsmóti UMFÍ voru 910 keppendur skráðir til leiks, þeir komu úr 29 ungmennafélögum, héraðssamböndum og íþróttabandalögum, þar af voru flestir úr UMSK, 132 keppendur. Líkt og áður kom héraðssambandið ekki beint að þátttöku í mótinu en styrkti keppendur frá einstökum aðildarfélögum sínum með því að greiða helminginn af þátttökugjaldinu. Sambandið annaðist ekki fararstjórn en áhersla var lögð á að fjölskyldur keppenda mættu á mótið. UMSKtjaldið vinsæla var sett upp á staðnum til afnota fyrir keppendur sambandsins og fulltrúi úr stjórn þess var á staðnum allan mótstímann. UMSK var úthlutað afmörkuðu tjaldsvæði og er talið að um 400 manns hafi gist þar um mótsdagana. Unglingalandsmótin höfðu fest sig varanlega í sessi og voru góður valkostur fyrir fjölskyldufólk um þessa mestu ferðahelgi ársins, enda var ýmislegt fleira í boði en íþróttakeppni. Öll framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar, talið er að almennir gestir hafi verið um 7000 en lögreglan hafði lítið að gera nema stýra þessari miklu umferð. Mótsslitunum var lýst með þessum orðum: „Mótsslitin voru um 23:30 á sunnudagskvöldinu. Björn B. Jónsson sleit mótinu með formlegum hætti á íþróttaleikvanginum, slökkt var á landsmótseldinum og glæsileg flugeldasýning tók við í blíðskaparveðri. Eftir flugeldasýninguna fóru íbúar Vestur-Skaftafellssýslu út á miðjan íþróttavöllinn og buðu mótsgestum upp í dans, sem endaði með að allir dönsuðu konga og mynduð var 400 metra keðja á hlaupabrautinni við mikinn fögnuð. Óhætt er því að segja að mótsgestir hafi kvatt Vík með bros á vör.“841 9. unglingalandsmót UMFÍ Laugar í Reykjadal 4.–6. ágúst 2006 Eftir vel heppnað landsmót í Vík í Mýrdal var næst haldið á norðlægari slóðir, að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hafði myndast lítill þéttbýliskjarni, upphaflega kringum skólahald sem hefur verið þar samfleytt síðan árið 1924. Landsmót UMFÍ voru haldin á Laugum 1946 og 1961 en á nýrri öld hentaði staðurinn ekki lengur fyrir hin viðamiklu landsmót UMFÍ. Öðru máli gegndi um unglingalandsmótið, stórt íþróttahús og ný sundlaug voru til staðar á Laugum og ákvörðun tekin um að byggja frjálsíþróttavöll með gerviefni á hlaupabrautum. Nú voru runnir upp þeir tímar að gerviefni á atrennu- og hlaupabrautum þóttu nær ómissandi. Keppnisgreinar mótsins voru hefðbundnar og skráningargjaldið 5500 krónur fyrir sérhvern keppanda. Baldur Daníelsson var formaður landsmótsnefndar, Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri mótsins og Friðrika Illugadóttir var verkefnastjóri. Gott veðurútlit kynti undir aðsókninni og tóku mótsgestir að streyma á tjaldstæðið á Laugum strax á miðvikudegi með tjöld sín, fellihýsi og hjólhýsi. Talið er að um tíu þúsund manns hafi safnast saman í skólaþorpinu, þar af voru keppendur um eitt þúsund. Um 140 unglingar úr UMSK mættu á mótið, sem voru um 14% keppenda, einungis HSK var með fjölmennara lið. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru heiðursgestir mótsins ásamt Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, og Valgerði Sverrisdóttur ráðherra. Skrúðganga keppenda inn á íþróttavöllinn fór fram í miklu blíðviðri og setti sterkan hátíðarsvip á kvöldið sem er lýst þannig í sögu UMFÍ: „Um kvöldið var blankalogn og háværir tónar úr hljóðfærum unglingahljómsveitar í risatjaldinu rufu kvöldkyrrðina fram að miðnætti. Eftir það var hljóðlátt á svæðinu. Hvergi heyrðust öskur drukkinna ungmenna því þau var hvergi að finna. Hins vegar voru ungir og gamlir sem ölvaðir af fegurð staðarins og friðsældinni sem andaði af hverjum runna, hverju grasstrái. Bros sáust á hvers manns vörum og blik í augum. Þetta var unglingalandsmót á Laugum.“842 Keppni stóð yfir allan laugardaginn, bæði á leikvanginum, í íþróttahúsinu og risatjaldi UMFÍ, þar fór

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==