Aldarsaga UMSK 1922-2022

597 var sérlega glæsileg, um 5000 manns mættu á leikvanginn og þar var landsmótseldurinn tendraður. Keppnisgreinarnar á unglingalandsmótunum höfðu fest sig í sessi, í Hólminum voru þær sem hér segir: Frjálsíþróttir, knattspyrna, körfubolti, sund, skák, golf, glíma og hestaíþróttir. Flestir kepptu í frjálsíþróttum, næstflestir í knattspyrnu en körfuboltinn og sundið voru í 3. og 4. sæti hvað fjölda þátttakenda varðaði. Glímukeppnin fór fram á stóru sviði á laugardeginum og var keppt í þremur flokkum drengja og stúlkna. Nokkrir danskir gestir tóku þátt í glímunni, mest í gamni, en féllu fljótt úr leik þegar íslensku krakkarnir hófu að beita sínum glímubrögðum. Óhætt er að fullyrða að sú ákvörðun að ætíð skyldi keppt í glímu á landsmótum unglinga hafi átt sinn þátt í því að glíman heldur enn blómlegum velli í íslensku samfélagi. Auk íþróttanna var allskonar afþreying í boði, til dæmis leiktæki, leiksýningar fyrir börn, hæfileikakeppni, gönguferðir á Helgafell og Drápuhlíðarfjall, að ógleymdum dansleikjunum, meðal annars var diskótek í stóru samkomutjaldi. Vestur-Skaftfellingar fengu fyrirmyndarbikarinn að þessu sinni fyrir prúðmannlega framkomu og allt mótshaldið gekk snurðulaust. Það eina sem spillti fyrir var rigningarveður sem setti sterkan svip á mótið, mest rigndi á sunnudeginum og þá var 50 ára gamalt úrkomumet í Stykkishólmi slegið. Þessu votviðrasama móti lauk með flugeldasýningu, enn einu vel heppnuðu unglingalandsmóti var lokið. 6. unglingalandsmót UMFÍ Ísafjörður 1.–3. ágúst 2003 Að þessu sinni var skrefið stigið til fulls og ákveðið að unglingalandsmótið yrði haldið á hverju ári, hefur svo verið síðan, að undanskildum tveimur árum þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldurs. Fimm héraðssambönd sóttu um að halda mótið árið 2003 en HSV (Héraðssamband Vestfjarða) hreppti hnossið, þess var óskað að mótshaldið væri sem mest á einum stað sem var Ísafjörður, þar bjuggu þá um 2700 manns. Jón Pétur Róbertsson var ráðinn framkvæmdastjóri mótsins en formaður landsmótsnefndar var Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði. Ákveðið var að hækka keppendaaldurinn í 18 ár, í samræmi við ný lög um sjálfræðisaldur, mótið var þá ætlað börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára. Keppendur voru um 1000, þar af mættu 90 ungmenni frá UMSK og stóðu sig prýðilega, hlutu 32 verðlaun, í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, sundi, golfi og körfuknattleik. Mikið fjölmenni var við mótssetninguna á föstudeginum, heiðursgestir voru forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson, sem ólst upp á Ísafirði, og Dorrit Moussaieff. Björn B. Jónsson setti mótið en hann var formaður UMFÍ 2001–2007. Landsmótið var sannkallað fjölskyldumót og margir foreldrar fylgdust með börnum sínum spreyta sig í íþróttum, stærsti hluti mótsins fór fram á íþróttasvæðinu á Torfunesi á Ísafirði þar sem hlaupabrautir, atrennubrautir og knattspyrnuvöllur höfðu verið lögð með gerviefni. Glæsilegt íþróttahús var við hliðina á íþróttavellinum þar sem keppt var í körfuknattleik en sundkeppnin fór fram í Sundhöll Ísafjarðar sem er einDorrit Moussaieff forsetafrú spreytti sig í þjóðaríþróttinni. Hjálmur Sigurðsson, fyrrum glímukóngur Íslands, fylgist grannt með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==