Aldarsaga UMSK 1922-2022

596 var að stúlkan sem átti uppruna sinn á Bíldudal, hafði sigrað þar í alþjóðlegri keppni, og sjá mátti tár blika á vöngum sumra viðstaddra.“836 Vala gaf óspart eiginhandaráritanir á mótinu og fáeinum vikum síðar var hún komin til Sydney í Ástralíu þar sem hún keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum, þann dag varð messufall á mörgum vinnustöðum á meðan fólk fylgdist með „dóttur Íslands“ svífa um loftin blá á stönginni hinum megin á hnettinum. Hún hlaut bronsverðlaun í Sydney, stökk 4,50 m og var fyrsta íslenska konan sem komst á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Undir lok keppnisferils síns gekk Vala til liðs við Breiðablik og setti UMSK-met í stangarstökki, 4,15 m, árið 2004, og einnig í kúluvarpi, 13,05 m.837 Vala var tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2012. Öll framkoma og umgengni á unglingalandsmótinu var til mikillar fyrirmyndar og var Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) útnefnt fyrirmyndarlið mótsins. Þetta mikla íþrótta- og mannamót tókst frábærlega í alla staði og markaði ákveðin tímamót í skemmtanamenningu landans. Þarna sannaðist svo eftir var tekið að hægt væri að gleðjast um þessa rómuðu ferðahelgi án áfengis. Mótsgestum fannst þeir hafa upplifað einstakan viðburð og öllum þótti það sjálfgefið að halda unglingalandsmótin framvegis um verslunarmannahelgina. 5. unglingalandsmót UMFÍ Stykkishólmur 2.–4. ágúst 2002 Tvö ár liðu þar til næsta unglingalandsmót var haldið, nú varð Stykkishólmur fyrir valinu á félagssvæði HSH sem er skammstöfun fyrir Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Í Stykkishólmi bjuggu um 1200 manns, þar hafði mikil uppbygging íþróttamannvirkja átt sér stað, leikvangur, nýlegt íþróttahús og splunkuný sundlaug. Tjaldsvæði fyrir landsmótsgesti var á svonefndu Víkurtúni við sjóinn austan við bæinn, einungis um hálfan kílómetra frá aðalkeppnissvæðinu. Formaður landsmótsnefndar var Kjartan Páll Einarsson en Haukur Björnsson var ráðinn framkvæmdastjóri mótsins. Á þingi UMFÍ var samþykkt að mótið væri ekki einungis bundið við félög innan UMFÍ, unglingar innan íþróttabandalaga gætu einnig tekið þátt í því, þeir urðu þó færri en búist hafði verið við. Einnig var ákveðið að keppt skyldi í sérhverjum árgangi í einstaklingsgreinum. Við þessa breytingu urðu mótin umfangsmeiri og keppendum fjölgaði, kynningin var viðameiri en áður og voru prentaðir 40 þúsund bæklingar sem dreift var til allra grunnskólanema á aldrinum 11–16 ára. Einnig var veggspjald prentað, heimasíða opnuð fyrir mótið og eitt tölublað Skinfaxa, málgagns UMFÍ, var tileinkað mótinu. Öll þessi kynning skilaði sér í afbragðsþátttöku í Hólminum, UMSK mætti með fjölmennasta liðið, um 130 þátttakendur, sem voru um 11% keppenda. Mótsgestir voru um sex þúsund og setningarathöfnin Mótssetning í Stykkishólmi, keppendur úr UMSK eru mættir til leiks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==