Aldarsaga UMSK 1922-2022

589 Húsavík 20.–22. júní 2014 Þetta var fjórða landsmótið fyrir 50+ og það fyrsta sem haldið var í þessum landshluta. Héraðssamband SuðurÞingeyinga (HSÞ) var mótshaldari, keppt var í 18 greinum, þátttakendur voru um 400 en þátttaka UMSK á mótinu var ívið minni en áður. Mótinu var lýst þannig í tímaritinu Skinfaxa: „Landsmót 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsa heilsufarsmælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík en það eru: almenningshlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, skotfimi, sund, sýningar, stígvélakast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.“827 Sérstakt landsmótsblað Skinfaxa kom út í dagblaðsformi fyrir mótið. Blönduós 26.–28. júní 2015 Mótið var samstarfsverkefni UMFÍ, Blönduósbæjar og Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH). Blíðskaparveður ríkti á mótinu og þátttakan var góð, 370 keppendur mættu á staðinn og boccia var vinsælasta greinin, aðrar greinar voru bridds, dráttarvélaakstur, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, júdó, lomber, einstaklings- og liðakeppni í pútti, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund. Auk íþróttakeppni var boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og viðburði sem lífguðu upp á dagskrána. Óskar Hlynsson, frjálsíþróttaþjálfara úr Fjölni í Grafarvogi, ber við himin í langstökkskeppninni á Varmá. Landsmót fyrir 50 plús var haldið á Varmá á 90 ára afmæli UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==