Aldarsaga UMSK 1922-2022

588 íþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Auk íþróttakeppni voru fluttir fyrirlestrar sem fjölluðu um lýðheilsu á einn eða annan hátt. Sérgreinastjórar voru í hverri grein, einn þeirra var Guðrún Kristín Einarsdóttir, sérgreinastjóri í blaki, sem hefur stundum verið kölluð blakmóðir Mosfellsbæjar. Hún sagði í viðtali í Skinfaxa fyrir mótið: „Við hlökkum mikið til mótsins og ég er að vona að blakmenn hvaðanæva að taki vel við sér og safni liði. Blakið er gríðarlega vinsælt hjá fólki og til marks um það er að öldungablakið er heldur betur búið að festa sig í sessi. Fjölmenn mót með hátt í þúsund keppendur segja ýmislegt í þeim efnum. Þátttakendum fjölgar jafnt og þétt en blakið er afskaplega skemmtileg íþrótt og góð hreyfing …“826 Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013 Mótið var sameiginlegt verkefni landsmótsnefndar, Mýrdalshrepps, UMFÍ og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) sem var mótshaldari. Viðburðurinn gekk afar vel, þótt veðurguðirnir væru ekki í sínu besta skapi, góð þátttaka var af hálfu UMSK, félagar úr Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi voru sigursælir og hrepptu níu verðlaun. Keppnisaðstaðan var til fyrirmyndar, keppt var í 16 greinum, auk þess var boðið upp á heilsufarsmælingar. Keppendur og gestir skemmtu sér afbragðsvel og ljóst var að landsmótin 50+ höfðu fest sig rækilega í sessi. Árni Einarsson kastar kúlu á Varmárvelli, Hlynur Chadwick Guðmundsson, frjálsíþróttafrömuður í Mosfellsbæ, er ­ tilbúinn með málbandið. Verðlaunaafhending á Varmá fyrir badminton.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==