Aldarsaga UMSK 1922-2022

587 Landsmót UMFÍ 50+ Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri hófu göngu sína 2011 og hafa síðan verið haldin árlega, ef undan eru skilin tvö ár þegar faraldur herjaði á land og lýð. Mótin hafa verið sérlega vel heppnuð og eru í senn íþróttakeppni, almenn hreyfing, skemmtun og afþreying. Ekki er skilyrði að þátttakendur séu skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt í mótunum á sínum forsendum, um þau segir í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2014: „Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð þar sem boðið er upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsum íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði.“825 Á aldarafmæli UMSK haustið 2022 höfðu verið haldin tíu landsmót af þessum toga, hér er stutt yfirlit yfir þau. Hvammstangi 24.–26. júní 2011 UMFÍ auglýsti eftir mótshaldara til að annast fyrsta landsmótið fyrir 50 ára og eldri, árið 2011. Tvö héraðssambönd sýndu verkefninu áhuga: Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) sem varð fyrir valinu. Stefnan var tekin á Hvammstanga, Guðmundur Haukur Sigurðsson var þá formaður USVH og formaður landsmótsnefndar, Flemming Jessen var verkefnastjóri mótsins en Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri þess. Landsmótið var hugsað sem fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Öllum, sem náð höfðu tilskildum aldri, var heimil þátttaka og mættu um 300 keppendur, þeim stóðu tólf greinar til boða sem voru: Sund, golf, boccia, hestaíþróttir, frjálsar íþróttir, starfsíþróttir, bridds, badminton, skák, pútt, þríþraut og fjallaskokk. Fyrir mótið kom út 32 síðna landsmótsblað Skinfaxa í dagblaðsformi sem var prentað í 25 þúsund eintökum og dreift ókeypis um allt land í samvinnu við fyrirtækið N1. Þetta fyrsta landsmót í þessum aldursflokki tókst afbragðsvel og ljóst að þessi nýlunda hafði strax unnið sér sess í íslensku íþróttalífi. Mosfellsbær 8.–10. júní 2012 Árið 2012 fagnaði UMSK 90 ára afmæli sínu, þótti því vel við hæfi að halda landsmót UMFÍ fyrir 50 plús á sambandssvæðinu, Varmá í Mosfellsbæ varð fyrir valinu. Mótið var alhliða fjölskylduhátíð með áherslu á heilsueflingu og íþróttir og sáu heimamenn að mestu um framkvæmd þess. Valdimar Leó Friðriksson var formaður landsmótsnefndar og Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar, var framkvæmdastjóri mótsins sem heppnaðist mjög vel. Tæplega 800 manns tóku þátt í keppni og sýningum og skemmtu sér konunglega í blíðskaparveðri við bestu aðstæður. Keppnisgreinar voru mjög fjölbreyttar sem hér segir: Almenningshlaup, badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsAuglýsing um fyrsta landsmótið fyrir 50+, það var haldið á Hvammstanga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==