585 Hjólreiðar: 494 iðkendur Hnefaleikar: 562 iðkendur Íþróttir fatlaðra: 17 iðkendur Karate: 589 iðkendur Knattspyrna: 6614 iðkendur Kraftlyftingar: 252 iðkendur Körfuknattleikur: 1421 iðkandi Lyftingar: 253 iðkendur Rugby: 15 iðkendur Siglingar: 230 iðkendur Skák: 200 iðkendur Skíði: 48 iðkendur Skotfimi: 449 iðkendur Skylmingar: 52 iðkendur Sund: 698 iðkendur Taekwondo: 587 iðkendur Tennis: 1284 iðkendur Þríþraut: 169 iðkendur Samtals: 36612 iðkendur822 Guðmundur tekur við formennsku Í miðjum heimsfaraldri árið 2021 var Guðmundur G. Sigurbergsson kjörinn formaður UMSK. Þá hafði hann setið í stjórn sambandsins í sex ár og einnig verið stjórnarmaður í UMFÍ og Breiðabliki. Hann var fyrst spurður að því hvenær hann komst í kynni við félagsstörf á vettvangi íþróttahreyfingarinnar. „Eins og hjá mörgum er hægt að rekja það til íþróttaiðkunar barnanna, segir Guðmundur. Eldri sonur minn æfði körfubolta með Breiðabliki og það æxlaðist þannig að ég tók þar sæti í unglingaráði, síðan var ég kjörinn í stjórn deildarinnar, fyrst sem gjaldkeri og seinna sem formaður. Eftir að formennskunni þar lauk tók ég sæti í aðalstjórn Breiðabliks og varð þar gjaldkeri, ég lauk svo stjórnarsetu hjá Breiðabliki þegar ég var kosinn formaður UMSK. Hvernig bar það að að þú færðir þig yfir á vettvang UMSK? Það gerðist þannig að Kristján Jónatansson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, kom að máli við mig, sagði að það vantaði Breiðabliksmann í stjórn UMSK og spurði hvort ég væri til í að taka það að mér. Ég lét slag standa og tók þar stjórnarsæti og mál þróuðust þannig að ég var kjörinn formaður í febrúar 2021. Hvernig sérðu UMSK þróast undir þinni formennsku? Ég sé fyrir mér að þjónustan við aðildarfélögin verði efld enn frekar. Sífellt eru gerðar meiri kröfur til félaga um upplýsingar og gagnaskil, reksturinn er flóknari en áður og erfitt fyrir sjálfboðaliða að átta sig á öllu sem þarf til. Þess vegna er nauðsynlegt að skrifstofa UMSK sé öflugur bakhjarl félaganna sem þau geta leitað til með ráðgjöf og upplýsingaöflun. UMSK þarf einnig að fylgjast vel með straumum og stefnum í íþróttalífinu, bæði hérlendis og erlendis, miðla upplýsingum áfram til aðildarfélaganna og efla þannig starf þeirra. UMSK hefur verið leiðandi héraðssamband og við ætlum að vera það áfram.“821 Guðmundur G. Sigurbergsson tók við formennsku í UMSK árið 2021. Hér er hann í ræðustól í Hlégarði haustið 2022 þegar aldarafmæli héraðssambandsins var fagnað. Ljósmynd: Valgarður Gíslason. Árið 2021 voru 200 skráðir skákiðkendur innan UMSK.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==