Aldarsaga UMSK 1922-2022

584 fyrst frá 20. mars–4. maí og aftur 8. október á höfuðborgarsvæðinu og 30. október á landinu öllu. Hömlum var ekki aflétt af íþróttastarfi fyrr en eftir áramótin eða 13. janúar 2021.“817 Annað ár í faraldri Næsta ár, 2021, voru áhrif faraldursins einnig afgerandi á allt starf UMSK eins og fram kemur í skýrslu sambandsins: „Heimsfaraldurinn setti mikinn svip á starfsemi sambandsins á árinu. Flest öll verkefni sambandsins voru felld niður eða framkvæmd með miklum takmörkunum. Sama má segja um mörg verkefni aðildarfélaganna og kemur það glöggt í ljós hve áhrif veirunnar hefur haft á starfsemina þegar við skoðum fjölda umsókna í sjóðina.“818 Sem dæmi um deyfð innan aðildarfélaganna vegna faraldursins skal gripið niður í ársskýrslu Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ fyrir árið 2021: „Sóttvarnarreglur og samgöngutakmarkanir hafa sett mark sitt á félagsstarfið almennt sem hefur verið með daprara móti, ekki mátti koma saman að neinu ráði allan veturinn og áttum við fullt í fangi með að fylgja reglum sem breyttust títt og starfa eins og okkur var uppálagt, undir sóttvarnarreglum sem ÍSÍ gaf út í samræmi við almennar reglur stjórnvalda. Allt gekk það þó áfallalaust og mesta furða hvað hægt var að starfa, námskeið og mót voru nærri óskert allt tímabilið, en aðrar samkomur var varla um að ræða. Eins féllu niður félagsreiðtúrar vegna samkomutakmarkana og félagsstarf Heldri manna og kvenna var í algeru hléi.“819 Nýr formaður í miðjum faraldri COVID-faraldurinn varð til þess að ársþing UMSK árið 2021 var haldið í fjarfundi, 25. febrúar. Þar var ný stjórn kosin, Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Gíslason gengu úr stjórn eftir áralanga setu og var þeim þakkað fyrir vel unnin störf. Í nýja stjórn voru þessi kjörin: Guðmundur G. Sigurbergsson úr Breiðabliki var kosinn formaður, auk hans voru kjörin í aðalstjórn: Pétur Örn Magnússon úr HK, Þorsteinn Þorbergsson úr Stjörnunni, Lárus B. Lárusson úr Gróttu og Halla Garðarsdóttir úr Breiðabliki. Í varastjórn voru kosin Geirarður Long úr Aftureldingu, Rakel Másdóttir úr Gerplu og Margrét Dögg Halldórsdóttir úr Herði. Starf nýju stjórnarinnar mótaðist að sjálfsögðu af heimsfaraldrinum, Guðmundur formaður ritaði í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2021: „Undanfarið ár hefur verið íþróttahreyfingunni þungt í skauti. Alheimsfaraldur með tilheyrandi samgöngutakmörkunum kom illa við allt íþróttastarf í landinu. Það eru ekki bara æfingar sem röskuðust heldur riðlaðist allt mótahald með einum eða öðrum hætti. Samkomutakmarkanir höfðu bein áhrif á áhorfendafjölda og víða varð að fella niður æfingamót yngstu iðkendanna. Fjárhagur margra félaga beið umtalsverðan hnekki af þessum sökum.“820 Iðkendur árið 2021 Fjöldi iðkenda innan UMSK eftir íþróttagreinum var sem hér segir árið 2021. Akstursíþróttir: 237 iðkendur Almenningsíþróttir: 1240 iðkendur Badminton: 99 iðkendur Bandý: 98 iðkendur Blak: 771 iðkandi Bogfimi: 493 iðkendur Borðtennis: 160 iðkendur Dans: 1427 iðkendur Fimleikar: 5096 iðkendur Frjálsar íþróttir: 348 iðkendur Golf: 7598 iðkendur Handknattleikur: 2524 iðkendur Hestaíþróttir: 2587 iðkendur Starfsemi hestamannafélaga gekk úr skorðum í heimsfaraldrinum líkt og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessi ljósmynd var tekin í Mosfellssveit á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==