Aldarsaga UMSK 1922-2022

583 Þegar litið var um öxl til ársins 2020 var niðurstaðan þessi samkvæmt ársskýrslu UMSK: „Árið 2020 var árið sem íþróttahreyfingin þurfti á ímyndunaraflinu að halda og finna lausnir á alls konar flækjum. Þetta var árið sem íþróttahreyfingin tileinkaði sér nýja tækni, sat netfundi og hélt iðkendum á öllum aldri virkum í hreyfingu. COVID-faraldurinn markaði allt starf ungmennafélagshreyfingarinnar árið 2020. Í kjölfar smits á Íslandi var sótthreinsandi spritt gert aðgengilegt víða og hvatt til sértækra þrifa hjá UMFÍ og sambandsaðilum um allt land. Við tóku fundir með stjórnvöldum og íþróttahreyfingunni, gríðarleg upplýsingagjöf til sambandsaðila og aðildarfélaga og aðgerðir sem miða að því að draga úr eða hefta mögulega útbreiðslu smita. Á sama tíma greip íþróttahreyfingin til ýmissa hugvitsamlegra ráða til að halda iðkendum virkum og starfseminni gangandi. Mikil samstaða var innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar gegn COVID-19. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-faraldursins leiddu til þess að allt íþróttastarf stöðvaðist í tvígang, Gull og silfur á 90 ára afmælinu UMSK fagnaði 90 ára afmæli sínu 19. nóvember 2012. Þegar sambandið var stofnað árið 1922 voru félagsmenn 260 talsins en 90 árum síðar rúmlega 54 þúsund. Í afmælishófinu voru afhent gull- og silfurmerki til þeirra sem höfðu unnið stórátak í félagsmálum á vettvangi UMSK og innan aðildarfélaga sambandsins. Gullmerki UMSK hlutu: Hlynur Chadwick Guðmundsson úr Aftureldingu. Ingibjörg Hinriksdóttir úr Breiðabliki. Logi Kristjánsson úr Breiðabliki. Þorsteinn Einarsson úr HK. Silfurmerki UMSK hlutu: Andrés Pétursson úr Breiðabliki. Bóel Kristjánsdóttir úr Aftureldingu. Eysteinn Haraldsson úr Stjörnunni. Guðrún Kristín Einarsdóttir úr Aftureldingu. Lárus Blöndal úr Stjörnunni. Lovísa Einarsdóttir úr Stjörnunni. Páll Grétarsson úr Stjörnunni. Skúli Skúlason úr Golfklúbbnum Kili.816 Gull- og silfurhafar á 90 ára afmæli UMSK. Kórónuveiran – skaðræðisúlfur í fallegri sauðargæru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==