Aldarsaga UMSK 1922-2022

580 Keflavík íþrótta- og ungmennafélag. Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi. Héraðssamband Þingeyinga. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Ungmennasamband Eyjafjarðar. Í ársskýrslu UMSK er greint þannig frá mótinu: „27. Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi í júlí. Góð þátttaka var frá UMSK en um tvöhundruð keppendur voru skráðir til leiks undir merkjum sambandsins. Mótið hófst á fimmtudegi og stóð fram á sunnudag. Óhagstætt veðurfar skyggði á annars vel framkvæmt Landsmót. Það má segja að það hafi verið rok og rigning alla mótsdagana og þurfti m.a. að flytja setningarathöfnina í hús [í Vallaskóla]. Þó þátttaka frá UMSK hafi verið svipuð og á undanförnum Landsmótum þá var þátttaka frá öðrum héraðssamböndum lítil fyrir utan heimamenn í HSK. Þetta áhugaleysi fyrir Landsmótinu vekur upp spurningar varðandi framtíð þess og er nauðsynlegt fyrir hreyfinguna að setjast yfir það hvort þetta mót sé orðið barn síns tíma. Mótshaldarar í Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppni mótsins. HSK fékk 3.896 stig og endurheimti bikarinn sem liðið vann síðast á Landsmótinu á Egilsstöðum 2002. UMSK varð í öðru sæti með 1.844 stig og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti með 1.152,5 stig.“810 Voru tímar hinna sögufrægu landsmóta liðnir? Sú spurning átti fullan rétt á sér og var rædd á stefnumótunarfundi sem haldinn var á Húsavík vorið 2013, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ritaði í Skinfaxa árið 2015: „Innan UMFÍ hefur á undanförnum árum farið fram töluverð umræða um Landsmót UMFÍ, þ.e. „Stóra Landsmótið“, eins og við ungmennafélagar köllum það okkar á milli. Þau orð sem einkum heyrast eru að mörgum þykir að mótin hafi dregist saman og að ekki sé sami dýrðarljómi yfir þeim og áður var, er þá einkum verið að horfa til áranna um og eftir síðustu öld. Keppendum frá sambandsaðilum hefur fækkað og aðsókn að mótunum minnkað. Í ljósi þessa hafa sumir sagt að tími mótanna sé liðinn og að best sé að leggja þau niður.“811 Það voru landsmótsblikur á lofti. Nýjustu HK-fréttir árið 2017 Fá íþróttafélög hafa vaxið jafn hratt og Handknattleiksfélag Kópavogs, árið 2017 voru þetta nýjustu tíðindin af félaginu samkvæmt ársskýrslu UMSK: „HK tók í notkun nýja félagsaðstöðu í Kórnum 6. janúar á árinu fyrir iðkendur og félagsmenn ásamt því að nýr veislusalur félagsins var formlega tekinn í notkun þegar Íþróttahátíð HK var haldin hátíðleg í fyrsta skipti þennan sama dag. Á íþróttahátíðinni voru flokkar og einstaklingar heiðraðir fyrir afrek sín á árinu og íþróttamaður og -kona HK krýnd. Gafst þetta vel og mikil ánægja meðal iðkenda og félagsmanna var með þetta fyrirkomulag. Í maí fór fram tónleikahald á félagssvæði HK þegar þýska stórhljómsveitin Rammstein kom í heimsókn í Kópavoginn. Hátt í 400 sjálfboðaliðar lögðu fram hjálparhönd við ýmiskonar störf í kringum uppsetningu og frágang. Sjálfboðaliðarnir eru félaginu afskaplega dýrmætir og á félagið í mikilli þakkarskuld við alla þá sem lögðu hönd á plóg. Skipt var um gervigras í knatthúsi Kórsins í desember, en gamla grasið var komið til ára sinna. Framkvæmdin hafði óhjákvæmilega áhrif á starfsemi knattspyrnudeildar undir lok árs en með skipulagi og góðri hjálp frá nágrönnum okkar í Breiðabliki þá varð raskið mun minna en hefði getað orðið. Blakdeild HK stóð sig enn og aftur með miklum sóma á árinu 2017. Meistaraflokkur kvenna fór ósigraður í gegnum deildarkeppnina og varð deildar- og Íslandsmeistari á árinu. Meistaraflokkur karla varð einnig Íslandsmeistari og meistarar meistaranna. HK eignaðist einnig Íslandsmeistara í einliðaleik kvenna í borðtennis en Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir er fyrsti Íslandsmeistari í borðtennis sem sigrar bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra.“812 Árið 1987 var HK fjölmennasta félagið innan UMSK, aðeins 17 árum eftir það var stofnað; 2020 fagnaði félagið 50 ára afmæli sínu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==