579 mennafélagi væri skilyrði fyrir þátttöku í landsmóti. Jón Árni Jónsson sigraði í keppni í stafsetningu og var sá eini sem komst villulaust gegnum þessa prófraun. Einhver hafði á orði að Jón Árni væri atvinnumaður í greininni, þar eð hann starfaði sem prófarkalesari á Morgunblaðinu. Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi við Héraðsflóa, sigraði í jurtagreiningu, í þriðja skiptið á landsmóti. Hann var eini keppandinn sem þekkti allar plönturnar, 40 talsins. Þorsteinn hóf að safna plöntum á fermingaraldri og hafði safnað um 200 plöntum fyrir tvítugt. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sigraði í starfshlaupinu; þar þurftu keppendur að leysa ýmsar þrautir, til dæmis að hnýta bindishnút, sippa og reikna út þversummuna af símanúmerum. Formaður landsmótsnefndar, Þórir Haraldsson, hafnaði í 8. sæti. Keppni í pönnukökubakstri var geysihörð, Sigríður Jónsdóttir UMSE sigraði naumlega. Keppendur notuðu allir sömu grunnuppskriftina en var heimilt að bæta við bragðefnum að eigin vali. Einn keppandinn setti kanil út í deigið, ekki fara sögur af því hvort dómnefndin kunni að meta það bragð. Rok og rigning – en allir kátir Skarphéðinn sigraði með yfirburðum í stigakeppninni, í tíu efstu sætunum voru: Héraðssambandið Skarphéðinn. Ungmennasamband Kjalarnesþings. Íþróttabandalag Reykjavíkur. Íþróttabandalag Akureyrar. Ungmennafélag Njarðvíkur. Hafdís Sigurðardóttir sýndi stórkostlega frammistöðu á landsmótinu á Selfossi. Þessi ljósmynd af henni var tekin á Evrópumeistaramótinu í Glasgow árið 2019. Aníta Hinriksdóttir, stórhlaupari úr ÍR.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==