Aldarsaga UMSK 1922-2022

578 Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.–7. júlí 2013 Sífellt hærra sólin rís syngur nærri spóinn. Landsmót núna landinn kýs, lifna tekur Flóinn.808 25 keppnisgreinar 27. landsmót UMFÍ var haldið um hásláttinn árið 2013 á Selfossi, sveitarfélagið hét reyndar Árborg eftir sameiningu nokkurra sveitarfélaga árið 1998. Einu sinni áður (1978) hafði landsmót verið haldið á Selfossi, bærinn var vel búinn íþróttamannvirkjum sem var lýst þannig í kynningarblaði fyrir mótið: „Nýlegur frjálsíþróttavöllur, góðir knattspyrnuvellir, þrjú íþróttahús, reiðhöll, sundlaug, mótokrossbraut og golfvöllur, allt eru þetta mannvirki sem nýtast mjög vel á mótinu sem nú er framundan.“ Mótshaldarar voru Héraðssambandið Skarphéðinn og Árborg en Þórir Haraldsson var formaður landsmótsnefndar og sagði í viðtali fyrir mótið: „Við göngum til þessa verks mjög bjartsýn og með góða reynslu sem er ómetanlegt. Stóra Landsmótið er flaggskipið en auðvitað er Unglingalandsmótið sterkur og skemmtilegur viðburður. Oft hefur verið talað um Landsmótin sem fjöregg hreyfingarinnar og oft eru þau nefnd litlu íslensku Ólympíuleikarnir. Það er því óhætt að segja að hreyfingin sé með stórt og spennandi verkefni fram undan. Við erum stolt yfir að koma að framkvæmd mótsins og ætlum að framkvæma það með sóma fyrir hreyfinguna og landsmenn alla,“ sagði Þórir Haraldsson.“809 Um 200 keppendur frá UMSK mættu á landsmótið, heimamenn úr HSK fjölmenntu á staðinn en þátttaka frá öðrum héraðssamböndum var frekar dræm, tjaldbúðalíf með daufara móti, enda veðrið vætusamt. 25 keppnisgreinar voru á dagskrá, taldar í stafrófsröð: badminton, blak, boccia, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyftingar, körfuknattleikur, mótokross, pútt, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund, taekwondo og 10 km götuhlaup. Landsmótsstiklur Tveir stórmeistarar í skák tóku þátt í skákkeppninni, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Þeir tefldu fyrir taflfélagið Goðann í Þingeyjarsveit, það kom því fáum á óvart að HSÞ sigraði í skákkeppninni. Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann besta frjálsíþróttaafrekið í karlaflokki þegar hann hljóp 100 metrana á frábærum tíma, 10,66 sek. Kolbeinn var rétt tæpra 18 ára, þess var getið að hann væri mikill aðdáandi rokkhljómsveitarinnar AC/DC og hlustaði yfirleitt á hana fyrir keppni. Glæstur hlaupaferill beið Kolbeins, hann setti til dæmis Íslandsmet í 200 m hlaupi árið 2017. Í kvennaflokki vann Hafdís Sigurðardóttir besta afrekið þegar hún sigraði í 200 m hlaupi á 23,94 sek. Hafdís sigraði einnig í 100 m hlaupi á 11,76 sek. og í langstökki, stökk 6,05 metra sem var landsmótsmet. Þá var hún í boðhlaupsveit Akureyringa sem sigraði í 1000 m boðhlaupi og vann bronsverðlaun í sleggjukasti eftir að hafa tekið eina æfingu í greininni. Stórkostlegur árangur hjá Hafdísi sem keppti fyrir Ungmennafélag Akureyrar (UFA). Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 400 m hlaupi, hún hafði þá þegar unnið stórkostleg afrek á hlaupabrautinni. Aníta keppti fyrir ÍR, nú voru þeir tímar liðnir að aðild að ungUm Þrengsli Um Hellisheiði Að austan Að tjaldsvæði Baula / íþróttahús Sunnulækjarskóli Vallaskóli / íþróttahús / gisting Selfossvöllur Reiðvöllur Sjúkrahús Lögregla Tjald- og þjónustusvæði Mótorkrossbraut Suðurhólar Suðurhólar Eyravegur Eyravegur Austurvegur Austurvegur Engjavegur P P P P P P P P P P P P P P WC WC WC WC Tryggvagata Tryggvagata Tryggvagata Iða / íþróttahús FSu / mótsstjórn Sundlaug P Strætóleið Gönguleið 1,5 km P Munið eftir reiðhjólinu WC Aksturstími Strætó Strætó gengur frá 8:00 – 20:00 fös. og lau. og 8:00 – 16:00 sun. Opnunartími Sundhallar Selfoss Fim. 4.júlí kl. 6:30 – 23:00 Fös. 5. júlí kl. 6:30 – 23:00 Lau. 6.júlí kl. 6:30 – 23:00 Sun. 7.júlí kl. 6:30 – 19:00 A.T.H lokað lau. og sun. 8:30 – 14:30 vegna keppni Þjónustuaðilar Björgunarfélag Árborgar s: 869-6633 Tjaldbúðastjóri (Bergur) s: 864-3853 Mótsstjórn s: 848-9562 Golfvöllur helgina 4.–7. júlí Markaður Opið fös. og lau. 14:00 – 18:00 Velkomin á Selfoss Ölfusárbrú Sérstakt Selfosskort var hannað fyrir landsmótsgesti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==