Aldarsaga UMSK 1922-2022

577 2016 „Barna- og unglingastarf Stjörnunnar hefur einnig verið í miklum vexti en félagið hefur stækkað um 43% á síðastliðnum 4 árum. Mestur vöxtur hefur verið í fimleika-, knattspyrnudeild en aðrar deildir hafa einnig verið að vaxa.“805 2017 „Íþróttastarfið í Stjörnunni var sem fyrr í miklum blóma. Mikill kraftur er í öllum deildum félagsins en ber þá árangur meistaraflokks kvenna í hópfimleikum, meistaraflokks kvenna í handbolta og meistaraflokki karla í knattspyrnu einna helst eftirtekt. Stúlkurnar í hópfimleikunum gerðu sér lítið fyrir og vörðu Norðurlandameistaratitilinn sem þær unnu fyrir tveim árum. Stúlkurnar í handboltanum urðu Deildar- og Bikarmeistarar 2017. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu átti einnig mjög gott sumar og endaði í öðru sæti í deildinni og tryggði sér þar sem sæti í Evrópukeppninni næsta sumar. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu átti einnig gott sumar eða sérstaklega haust en þær komust í 8 liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða sem er besti árangur sem íslenskt félagslið hefur náð. Mikil aukning er í aðsókn í körfuknattleiksdeild félagsins og stækkar hún hratt. Stjarnan á nú sterk lið bæði í meistaraflokki kvenna og karla og eru ótvírætt orsakatengsl á milli fjölgunar í barna- og unglingastarfi og sterkra fyrirmynda í meistaraflokkum deildarinnar. Meistaraflokkur karla í blaki varð í öðru sæti í bikarkeppninni og spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Hlaupahópur Stjörnunnar er orðinn einn stærsti og öflugasti hlaupahópurinn á höfuðborgarsvæðinu og stóð hann fyrir Stjörnuhlaupinu sem orðið er eitt fjölmennasta hlaup höfðuborgarsvæðisins og var afar vel sótt. Barna- og unglingastarf Stjörnunnar hefur einnig verið í miklum vexti og heldur áfram að stækka. Mestur vöxtur hefur verið í fimleikadeild og knattspyrnudeild en aðrar deildir hafa einnig verið að vaxa.“806 2018 Allt frá fyrstu tíð hefur Stjarnan verið kjölfestan í íþróttalífinu í Garðabæ og samofin ímynd bæjarins. Sigurður Bjarnason, formaður félagsins 2016– 2020, ritaði í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2018: „Varla er heimili í Garðabæ þar sem ekki er að finna einhverskonar tengingu við Stjörnuna, hvort sem hún er í formi iðkenda, sjálfboðaliða, styrktaraðila, velunnara eða starfsmanna. Við í Stjörnunni erum einstaklega stolt og þakklát fyrir það hlutverk sem við sinnum í samvinnu við bæjarbúa. UMF Stjarnan er meðal stærstu þjónustuaðila í nær samfélaginu í Garðabæ. Hlutverk okkar í dag er þríþætt; almennings íþróttir fyrir fullorðna og uppeldisstarf í barna- og unglingastarfi sem felst fyrst og fremst í því að byggja upp sterka einstaklinga út í samfélagið sem kunna að takast á við mótlæti og sigra og svo afreksstarf í meistaraflokkum félagsins. Okkur hættir stundum til þess að gleyma því gífurlega mikla forvarnargildi sem þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á Íslandi. Þátttakan ásamt samveru með foreldrum eru tveir stórir þættir sem hafa áhrif til góðs þegar litið er til áhættuhegðunar barna og ungmenna og þróunin á undanförnum 20 árum hefur verið frábær og litið er til íslensku leiðarinnar hvaðanæva úr heiminum. Þegar litið er til afreksstarfsins þá er Stjarnan í fararbroddi í öllum deildum félagsins. Afreksfólkið eru einnig mikilvægar fyrirmyndir yngri iðkenda og þá er ótalin félagsleg samvera og skemmtanagildi fyrir íbúa samfélagsins. Samstaðan sem myndast í kringum afreksfólkið okkar er stór hluti af því sem þéttir okkur saman, við finnum fyrir því að tilheyra stærri heild sem við getum fagnað með á góðu stundunum og fundið samstöðu og stuðning frá þegar á reynir. Lýsandi dæmi um þetta er þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu urðu bikarmeistarar í september og allur Garðabær fagnaði, meira að segja turninn á bæjarskrifstofunum var skreyttur stjörnufánanum.“807 Merki Stjörnunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==