576 Stjörnufréttir 2013–2018 2013 „Hlaupahópur Stjörnunnar er orðinn einn stærsti og öflugasti hlaupahópurinn á höfuðborgarsvæðinu. Meistaraflokkur karla í handknattleik lék til úrslita í bikarkeppninni og endaði í 2. sæti í 1. deild. Meistaraflokkur kvenna endaði í öðru sæti Úrvalsdeildar. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu varð á árinu Íslandsmeistari með fullt hús stiga. Þá náði Meistaraflokkur karla í knattspyrnu þeim áfanga að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni að ári. Meistaraflokkur karla í körfubolta varð bikarmeistari eftir glæsilegan sigur á Grindavík. Á árinu rann Kraftlyftingafélag Garðabæjar – Heiðrún inn í Stjörnuna með stofnun Kraflyftingadeildar félagsins. Starfið í yngri flokkunum er öflugt sem fyrr og vannst fjöldi titla í yngri flokkum flestra deilda félagsins. Á Íþróttahátíð Garðabæjar í byrjun janúar 2014 voru Jóhann Laxdal og Harpa Þorsteinsdóttir valin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar fyrir árið 2013, en þau áttu bæði frábært knattspyrnutímabil. Þá fékk Páll Grétarsson heiðursviðurkenningu bæjarins fyrir áratuga störf að íþróttamálum í bænum.“802 2014 „Íþróttastarfið í Stjörnunni var sem fyrr í miklum blóma. Hlaupahópur Stjörnunnar er orðinn einn stærsti og öflugasti hlaupahópurinn á höfuðborgarsvæðinu. Meistaraflokkur karla í handknattleik vann sér sæti í efstu deild. Meistaraflokkur kvenna endaði í öðru sæti Úrvalsdeildar og öðru sæti í bikarkeppninni. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu varð á árinu Íslandsmeistari og bikarmeistari. Meistaraflokkur karla varð einnig Íslandsmeistari á árinu auk þess sem liðið náði frábærum árangri í Evrópudeildinni í sumar. Fimleikadeild Stjörnunnar hefur náð miklum og góðum árangri á sínu sviði. Meistaraflokkur karla í körfu komst í undanúrslit í Íslandsmótinu. Starfið í yngri flokkunum er öflugt sem fyrr og vannst fjöldi titla í yngri flokkum flestra deilda félagsins. Á Íþróttahátíð Garðabæjar í byrjun janúar 2015 voru Daníel Laxdal og Harpa Þorsteinsdóttir valin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar fyrir árið 2014, en þau áttu bæði frábært knattspyrnutímabil. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni var valið lið ársins í Garðabæ. Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari ársins af samtökum íþróttamanna.“803 2015 „Íþróttastarf í Stjörnunni var sem fyrr í miklum blóma. Mikill kraftur er í blakdeild Stjörnunnar en meistaraflokkur karla varð í öðru sæti í deildinni og spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Meistaraflokkur kvenna varð í 3. sæti í deildinni og spilaði einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Hlaupahópur Stjörnunnar er orðinn einn stærsti og öflugasti hlaupahópurinn á höfuðborgarsvæðinu og stóð hann fyrir Stjörnuhlaupinu sem var afar vel sótt. Meistaraflokkur karla í handknattleik átti erfitt uppdráttar og féll niður í 1. deild en markmið tímabilsins 2015–2016 er að tryggja sér aftur sæti í efstu deild. Meistaraflokkur kvenna komst í úrslitakeppnina og lenti í öðru sæti í úrvalsdeildinni. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu varði bikarmeistaratitilinn á árinu og meistaraflokkur karla endaði tímabilið í fjórða sæti í deildinni. Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum átti frábært ár þar sem liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum og bætti svo um betur þegar þær fögnuðu Norðurlandameistaratitlinum í hópfimleikum í nóvember 2015. Meistaraflokkur karla í körfuknattleik urðu bikarmeistarar og meistaraflokkur kvenna vann sér sæti í úrvalsdeild fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er afar blómlegt starf sem á sér stað í lyftingadeild Stjörnunnar og bar þar hæst Norðurlandameistaratitillinn sem Dagfinnur Ari Norðmann hampaði í klassískum lyftingum. Á Íþróttahátíð Garðabæjar í byrjun janúar 2016 voru Dagfinnur Ari Norðmann og Andrea Sif Pétursdóttir valin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar fyrir árið 2015, en þau áttu bæði frábært íþróttaár með Stjörnunni. Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum hjá Stjörnunni var valið lið ársins í Garðabæ.“804
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==