Aldarsaga UMSK 1922-2022

573 Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi (ÍAK) Félagið var stofnað 27. október 1994 af 50 einstaklingum. Elísabet Hannesdóttir var fyrsti formaður félagsins og gekk það fljótlega í UMSK. Tilgangur ÍAK er að stuðla að vellíðan og styrkingu eldri borgara í bæjarfélaginu, fastir leikfimitímar eru tvisvar í viku yfir vetrartímann þar sem áhersla er lögð á liðleikaæfingar, vöðvastyrkingu og teygjur. Félagið hefur haft aðstöðu á jarðhæð Digraneskirkju og eftir leikfimitímana taka félagsmenn iðulega þátt í kirkjustarfi eldri borgara þar. Júlíus Arnarson íþróttakennari var lengi leiðbeinandi hjá félaginu, hann lést árið 2011 og tók þá Fannar Karvel Steindórsson sjúkraþjálfari við þjálfuninni. Félagsmenn eru um eitthundrað, þeir hafa farið í dagsferðir á vorin og haustin sem hafa verið vel sóttar. Árið 2019 var meðalaldur félagsmanna 82 ár en þeir létu þó hvergi deigan síga, fóru í vorferð um Borgarfjörð og haustferð að Skógum undir Eyjafjöllum þar sem Skógasafnið var heimsótt.799 Næsta ár varð minna úr félagsstarfinu vegna heimsfaraldursins, í ársskýrslu UMSK segir: „Á síðasta ári, 2020, hætti leikfimin 3. maí og byrjaði 10. september en hætti eftir 1. október. Ekki er vitað til að nokkur félagi hafi fengið pestina.“800 Íþróttafélagið Glóð (ÍGK) Félagið var stofnað 24. október 2004 og gekk sama ár í UMSK. Stofnfélagar voru um 70 talsins og var Svana Svanþórsdóttir kjörin fyrsti formaðurinn. Aðrir sem hafa gegnt þar formennsku eru Sigríður Bjarnadóttir, Lórens Rafn Kristvinsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Margrét Björnsdóttir sem hefur verið formaður frá árinu 2016. Glóð sinnir íþróttastarfi eldra fólks í Kópavogi og Bocciamót UMSK Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2015 segir: „Bocciamót UMSK fyrir 50+ var haldið í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ í febrúar. Um þrjátíu lið voru skráð til keppni sem er fækkun frá síðustu mótum sem hugsanlega má rekja til þess að mikið var um veikindi og erfiða færð á vegum landsins á þessum tíma. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: Páll Jónsson – Þórunn Guðnadóttir – Árborg Anna Albertsdóttir – Ragna Guðvarðardóttir – Gjábakka Ágúst Þorsteinsson – Hilmar Bjartmarz – Garðabæ“798 Keppendur í boccia á UMSK-móti, þeir komu úr Félagi aldraðra í Mosfellsbæ (FAMOS).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==