Aldarsaga UMSK 1922-2022

572 Íþróttastarf aldraðra Íþróttastarf eldri borgara hefur stóraukist síðustu áratugina á Íslandi og er með þrennum hætti sem hér segir: a) Almenn félög eldri borgara skipuleggja og taka þátt í íþróttastarfi. b) Íþróttafélög eldri borgara eru hluti af íþróttahreyfingunni, tvö slík eru á félagssvæði UMSK, bæði í Kópavogi: Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi (ÍAK) og Íþróttafélagið Glóð. c) Fjölgreinaíþróttafélög sinna íþróttastarfi fyrir eldri borgara, til dæmis HK í Kópavogi. Árið 2020 hóf UMSK samstarf við Breiðablik, HK og Gerplu um íþróttastarf fyrir eldri borgara í samvinnu við Kópavogsbæ. Heimsfaraldurinn var stærsta ljónið í veginum í fyrstu en því var stjakað í burtu ári síðar: „Verkefnið fór af stað nánast á sama tíma og Covid hóf innreið sína og komst því aldrei á fullt skrið fyrr en í vetur [2021]. Verkefnið fékk nafnið Virkni og vellíðan og hefur gengið ótrúlega vel og er gott dæmi um að við eigum að taka að okkur aukna þjónustu við fleiri hópa í samfélaginu en við erum að þjónusta í dag.“797 Hátt í 200 manns hafa tekið þátt í þessu verkefni. Við æfingar í húsnæði Digraneskirkju. Krikket í Kópavogi Krikket er leikur milli tveggja 11 manna liða og rekur uppruna sinn til Englands. Leikið er með kylfu og bolta og markmiðið er að skora fleiri stig en andstæðingurinn. Krikket hefur ekki náð almennum vinsældum á Íslandi en nokkur krikketfélög hafa verið stofnuð hérlendis síðustu áratugina. Þar á meðal er Krikketfélag Kópavogs sem tók til starfa árið 2015 og gekk ári síðar í UMSK. Félagið hefur æft og keppt í Kórnum í Kópavogi og einnig farið utan í keppnisferðir, virkir félagar skipta nokkrum tugum. Vígalegir krikketleikarar takast í hendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==