Aldarsaga UMSK 1922-2022

571 hafa verið hin glæsilegustu og haldin í íþróttahúsunum Kórnum og Smáranum. Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2017 er greint frá mótinu: „Opna UMSK mótið í dansi fór fram í Smáranum Kópavogi í október. Þetta var fjórða mótið sem haldið hefur verið en það eru dansfélögin þrjú í Kópavogi sem sjá um framkvæmd mótsins og hafa gert frá upphafi. Mótið í ár var einstaklega glæsilegt og margir áhorfendur fylgdust með spennandi keppni. Keppt var í öllum aldursflokkum samkv. reglum DSÍ. Mótið hefur skapað sér sess sem eitt af betri dansmótum sem haldið er á Íslandi. Keppendur komu víða að og mörg erlend pör voru skráð til keppni. Á dansmótinu er keppt um bikar sem stigahæsta félagið hlýtur og var það DÍK sem vann bikarinn í ár.“793 Um dansmótið árið 2018 segir í ársskýrslu UMSK: „Opna UMSK dansmótið var haldið í Smáranum Kópavogi 21. október. Keppt var í öllum aldursflokkum samkv. keppendareglum DSÍ. Allir okkar bestu dansarar og fjöldi erlendra keppenda tóku þátt. Mótið gekk vonum framar en það er haldið af UMSK, Dansfélaginu Hvönn, Dansíþróttafélagi Kópavogs og Dansdeild HK. Keppt er um stigabikar UMSK sem fer til þess félags er flest stig hlýtur samanlagt og fór hann að þessu sinni til Dansíþróttafélags Kópavogs.“794 Dansbikar UMSK Í reglugerð um heiðursviðurkenningar innan UMSK segir: „Dansbikar UMSK, gefinn af Sindra-stál, skal veita árlega á ársþingi UMSK til pars sem skarað hefur fram úr í dansi á liðnu ári.“795 Dansbikar UMSK var fyrst afhentur árið 2002 en hér má sjá lista yfir þau sem hlutu þessa eftirsóttu viðurkenningu á árabilinu 2002–2018: 2002. Robin Sewell og Elísabet Haraldsdóttir úr Dansfélaginu Hvönn. 2003. Ísak N. Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir úr Dansfélaginu Hvönn. 2004. Elísabet Haraldsdóttir og Max Pedrow úr Dansfélaginu Hvönn. 2005, 2006 og 2007. Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi úr Dansfélaginu Hvönn. 2008. Fannar Örvarsson og Hjördís Hjörleifsdóttir úr Dansfélaginu Hvönn. 2009. Rakel Ýr Högnadóttir og Birkir Örn Karlsson úr DÍK. 2010 og 2011. Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson úr DÍK. 2012. Andri Fannar Pétursson og Aníta Lóa Hauksdóttir úr HK. 2013. Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannesdóttir úr DÍK. 2014. Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir úr DÍK. 2015, 2016, 2017, 2018. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir úr HK.796 Verðlaunahafar á dansmóti UMSK 2016.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==