Aldarsaga UMSK 1922-2022

570 ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn, til dæmis haldið jólaböll, sumarhátíð í Nauthólsvík og grímuball. Auk þess eru fjáraflanir fyrir félagsstarfið allan ársins hring, meðal annars er seldur ýmiskonar varningur á Rútstúni 17. júní.790 Dansdeild HK – 2009 Árið 2009 var stofnuð dansdeild innan HK, þar er boðið upp á danskennslu fyrir mismunandi hópa, jafnt börn, unglinga og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Allir kennararnir eru menntaðir danskennarar og yfirþjálfari er Esther Inga Níelsdóttir. Liðsmenn deildarinnar hafa tekið þátt í mörgum mótum með góðum árangri og unnið marga titla. Má þar nefna dansparið Gylfa Má Hrafnsson og Maríu Tinnu Hauksdóttur sem unnu níu titla í „ballroom“-dönsum árið 2018, þar á meðal urðu þau Íslandsmeistarar og Norðurlandameistarar.791 Einnig hlutu þau dansbikar UMSK fjögur ár í röð, 2015– 2018. Árið 2020 voru Gylfi Már og María Tinna afar sigursæl, þau höfðu unnið sex titla þegar frekara mótshald var blásið af vegna COVID. Árið 2021 tóku pör frá dansdeild HK þátt í öllum mótum sem voru í boði en enn voru þó takmarkanir af völdum faraldursins. Dansfélagið Rúbín – 2019 Dansfélagið Rúbín var stofnað 20. nóvember 2019, formaður þess er Nikita Bazev. Félagið gekk í UMSK árið 2020, aðsetur og varnarþing þess er í Garðabæ. Markmið Rúbíns er að glæða áhuga á dansíþróttinni og stuðla að betri aðstöðu og möguleikum til að iðka hana. Dansmót UMSK Frá árinu 2014 hafa verið haldin UMSK-mót í dansi, dansfélögin innan sambandsins hafa annast mótin sem Boðið upp í dans, forsíða á skrá fyrir dansmót UMSK árið 2014. Línudans „Línudansmót UMSK fyrir 50+ fór fram í íþróttamiðstöðinni Varmá Mosfellsbæ í mars [2011]. Þetta var í annað sinn sem UMSK stendur fyrir slíku móti. Gul og glöð frá Akranesi lentu í fyrsta sæti, Neisti Kópavogi var í öðru sæti og Kátir félagar frá Akranesi í því þriðja. Mikil ánægja var með mótið sem tókst einstaklega vel og verður örugglega haldið áfram með þetta mót.“792 Auglýsing fyrir línudansmót að Varmá í Mosfellssveit árið 2012.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==