Aldarsaga UMSK 1922-2022

569 Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) – 2001 DÍK er íþróttafélag sem starfar innan Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar og hefur aðsetur sitt á Auðbrekku 17 í Kópavogi. Það var stofnað árið 2001 og var Kjartan Haraldsson fyrsti formaður félagsins sem gekk í UMSK árið 2002, í lögum þess segir: „Félagið heitir Dansíþróttafélag Kópavogs og er aðsetur þess í Kópavogi. Félagið er aðili að U.M.S.K, D.S.Í og Í.S.Í og því háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. … Markmið félagsins er að iðka samkvæmisdans, glæða áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu iðkunar hennar. … Markmið félagsins er að styðja við nemendur skólans á markvissan hátt, m.a. með því að stuðla að þróun í danskennslu, stuðningi á danskeppnum, halda sýningar innan skólans, sem og utan hans og afla fjár til þessara verkefna. Einnig er farið í æfingaferðir og haldnar ýmis konar uppákomur.“787 Nemendasýningar hafa verið vinsælir viðburðir hjá DÍK, á slíkri sýningu í apríl 2011 mættu 800 áhorfendur.788 Danspör frá DÍK hafa náð afbragðsárangri í keppni og á mótum, bæði heima og erlendis, og mörg þeirra hafa skipað íslenska landsliðið í dansíþróttum. Meðal afreksdansara í félaginu má nefna Hönnu Rún Óladóttur sem var kosin íþróttamaður Garðabæjar árið 2010. Sem dæmi um afreksgetu félaga úr DÍK er að árið 2013 unnu þeir helming af Íslands- og bikarmeistaratitlum sem keppt var um það árið og árið 2014 átti félagið þrjú pör í A-landsliði Danssambands Íslands, það voru Þorkell Jónsson og Denise Yaghi, Höskuldur Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir.789 Foreldrar iðkenda og stjórn félagsins hafa staðið fyrir Til vinstri á myndinni eru Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev sem hafa náð stórglæsilegum árangri á dansmótum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==