Aldarsaga UMSK 1922-2022

568 stök landsmót. Sundnefnd UMSK starfaði um skeið, til dæmis árið 1994, þá var blómlegt sundlíf innan UMSK, Afturelding, Breiðablik og Stjarnan kepptu saman undir merkjum UMSK í bikarkeppni Sundsambands Íslands, ýmist í 1. eða 2. deild. Einnig var haldið héraðsmót í Sundhöll Reykjavíkur haustið 1992. Sundbikar UMSK hefur verið veittur frá árinu 1991. Í reglugerð um heiðursviðurkenningar innan UMSK segir: „Sundbikar UMSK, gefinn af Sundlaug Kópavogs, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í sundi á liðnu ári.“784 Hér er listi yfir sundfólk sem hlotnaðist þessi heiður á árunum 1991–2017: Hrafnhildur Hákonardóttir úr Aftureldingu 1991 og 1992. Tómas Sturlaugsson úr Breiðabliki 1993. Þorvaldur Snorri Árnason úr Aftureldingu 1994 og 1996. Gígja Hrönn Árnadóttir úr Aftureldingu 1995 og 1997. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr Stjörnunni / Breiðabliki 1998 og 2000. Þuríður Eiríksdóttir úr Breiðabliki 1999. Arnar Felix Einarsson úr Breiðabliki 2001, 2002, 2003 og 2006. Hildur Karen Ragnarsdóttir úr Breiðabliki 2004. Lára Hrund Bjargardóttir úr Breiðabliki 2005. Ragnar Björnsson úr Breiðabliki 2007 og 2008. Guðlaug Edda Hannesdóttir úr Breiðabliki 2009. Ingimar Logi Guðlaugsson úr Breiðabliki 2010 og 2011. Guðný Erna Bjarnadóttir úr Breiðabliki 2012. Aníta Ósk Hrafnsdóttir úr Breiðabliki 2013 og 2014. Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki 2015. Huginn Hilmarsson úr Breiðabliki 2016. Bryndís Á. Bolladóttir úr Breiðabliki 2017.785 Dansinn dunar Dans hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og verið iðkaður til að tjá tilfinningar af öllum toga, auk þess sem dansandi fólk sýnir líkamlega færni sína í leik og keppni. Innan UMSK starfa þrjú dansfélög: Dansfélagið Hvönn í Kópavogi, Dansíþróttafélag Kópavogs og Dansfélagið Rúbín í Garðabæ. Auk þess er dansdeild starfandi innan HK, Dansfélag Garðabæjar gekk í UMSK árið 2015 en er ekki lengur aðili að sambandinu. Dansfélagið Hvönn – 1995 Dansfélagið Hvönn í Kópavogi var stofnað 21. október 1995, það gekk ári síðar í UMSK og er elsta starfandi dansíþróttafélagið innan UMSK og ÍSÍ. Félagið hóf starfsemi sína í Auðbrekku 17 í Kópavogi en fékk einnig aðstöðu hjá HK og í íþróttahúsi Kópavogsskóla. Stofnfélagar voru einungis 11 talsins en þeim fjölgaði fljótt. Í lögum félagsins segir meðal annarra orða: „Markmið félagsins er að glæða áhuga á dansíþróttinni og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar hennar fyrir félagsmenn.“ Í ársbyrjun 2009 fékk Hvönn eigin aðstöðu í Kórnum í Kópavogi, glæsilegan 400 fermetra danssal og 30 fermetra skrifstofuaðstöðu, gengið var frá þessu samkomulagi við Kópavogsbæ við hátíðlega athöfn. Árið 2020 fékk Hvönn aðstöðu í Ögurhvarfi 4a í Kópavogi. Félagið hefur átt margt keppnisfólk í fremstu röð og fjölda Íslands- og bikarmeistara. Má þar nefna Ísak Nyguen Halldórsson og Helgu Dögg Helgadóttur sem voru útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs árið 2001, sama ár hlutu þau afreksbikar UMSK. Ísak og Helga urðu Norðurlandameistarar fjögur ár í röð á árunum 1998–2001. Einnig má nefna Elísabetu Sif Haraldsdóttur sem hefur verið kjörin íþróttakona Kópavogs. Hjá Dansfélaginu Hvönn er kennsla fyrir alla aldurshópa, allt frá þriggja ára aldri, og boðið upp á kennslu í barnadönsum, almennum samkvæmisdönsum, zumba og salsa. Um árabil hefur Hvönn verið með danskennslu fyrir fólk með þroskaraskanir í samvinnu við símenntunar- og þekkingarmiðstöðina Fjölmennt. Árið 2021 varð Hvönn aðili að Íþróttafélagi fatlaðra (ÍF), einnig hefur félagið sinnt danskennslu í leik- og framhaldsskólum. Hildur Ýr Arnarsdóttir hefur verið aðalþjálfari félagsins en einkunnarorð þess eru GLEÐI – VIRÐING – FÆRNI. Af hverju dans? er spurt á heimasíðu Hvannar og svarið kemur að bragði: „Dans styrkir líkamlegt og andlegt ástand, bætir sjálfstraust og félagsfærni og eykur virkni og vellíðan. Dans er fyrir ALLA!“786 Dans er fyrir alla!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==