Aldarsaga UMSK 1922-2022

567 árið 1989. Ári síðar var landsmót UMFÍ haldið í Mosfellsbæ, þar sem sundlið UMSK bar sigur úr býtum, sjá nánar í umfjöllun um landsmótið aftar í bókinni. Þegar þetta er ritað stendur sundiðkun innan Aftureldingar með miklum blóma, æfingar fara fram í Lágafellslaug, þar er lítil innilaug og 25 x 10 metra útilaug. Iðkendum er skipt eftir aldri í hópa sem bera málmkennd nöfn: demantahópur, gullhópur, silfurhópur og bronshópur. Yngstu iðkendurnir reka lestina í hóp sem nefnist höfrungar. 2021–2022 önnuðust Hilmar Smári Jónsson, Daníel Hannes Pálsson og Sigurósk Sigurgeirsdóttir þjálfun í deildinni og árið 2021 var Hilmar Smári útnefndur þjálfari ársins hjá UMFA. Sunddeildin rekur einnig sundskólann Fjör í vatni I.–II. stig fyrir allrayngstu börnin, þar læra þau að vinna bug á vatnshræðslu og taka fyrstu sundtökin. Garðabæjarsund Á 9. áratugnum starfaði sunddeild innan Stjörnunnar sem var stofnuð formlega 1. maí 1989, nokkrum vikum eftir að sundlaugin í Ásgarði var vígð. Hafþór B. Guðmundsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar og var einnig aðalþjálfari hennar, aðsókn á æfingar var afar góð, krakkar úr deildinni mættu á sundmót UMSK haustið 1989 og unnu þar til verðlauna. Árið 1991 voru níu sundmenn úr Stjörnunni í æfingabúðum hjá UMSK vegna þátttöku í bikarkeppni Sundsambands Íslands. Umsvif sunddeildar Stjörnunnar hafa aukist síðustu áratugina, starfið snýst ekki einungis um keppnissund heldur einnig sundkennslu, sundleikfimi, meðgöngusund og ungbarnasund. Hjá keppnisliðinu hefur áhersla verið lögð á að hafa gleði og samkennd að leiðarljósi. Sundfólk úr Stjörnunni hefur farið í æfinga- og keppnisferðir innanlands og utan-, margir hafa komið að þjálfun innan deildarinnar, má þar nefna yfirþjálfarana Friðbjörn Pálsson og Hannes Má Sigurðsson. Sundiðkendur í Stjörnunni eru rúmlega eitt hundrað.782 Starfið fer fram í Ásgarðslaug, íþróttamiðstöðinni Mýrinni, lauginni við Sjálandsskóla og Álftaneslaug. Engin sunddeild er innan Ungmennafélags Álftaness en frá árinu 2010 hafa Álftnesingar verið í samstarfi við sunddeild Stjörnunnar, hvað varðar sundæfingar sem þeir stunda bæði í Álftaneslaug og inni í Garðabæ. Sunddeild Stjörnunnar heldur einnig sumarnámskeið fyrir leikskólabörn í Álftaneslaug.783 Sund á vettvangi UMSK UMSK hefur einkum komið að sundmálum á sambandssvæðinu í kringum landsmót UMFÍ, þar hefur UMSK oft náð glæsilegum árangri, sjá nánar í umfjöllun um einStjörnusundkonan Ragnheiður Í sögu Stjörnunnar eftir Steinar J. Lúðvíksson er sagt frá afrekssundkonunni Ragnheiði Ragnarsdóttur: „Nokkrir sem hófu feril sinn hjá Stjörnunni hafa komist í fremstu röð íslensks sundfólks. Enginn hefur þó náð lengra en Ragnheiður Ragnarsdóttir sem er tvímælalaust ein fræknasta sundkona Íslands fyrr og síðar. Hún hóf æfingar hjá Stjörnunni þegar hún var sjö ára og sýndi strax mikinn áhuga og hafði ótvíræða hæfileika. Þegar hún var 12 ára var hún komin í unglingalandslið Íslands. Ragnheiður æfði með Stjörnunni í nokkur ár en skipti síðan um félag, fór fyrst í Breiðablik og síðan í KR. Á ferli sínum setti Ragnheiður fjölmörg Íslandsmet í skriðsundi og fjórsundi og náði árangri á heimsmælikvarða. Hún keppti á Evrópumótum, heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og í Peking árið 2008. Árið 2006 var Ragnheiður valin „Íþróttamaður Garðabæjar“ og bærinn veitti henni einnig styrki þegar hún var að búa sig undir stórmót. Ragnheiður sýndi uppeldisfélagi sínu jafnan ræktarsemi og starfaði sem þjálfari um skeið hjá sunddeildinni.“781 Afrekssundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hóf feril sinn í Stjörnunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==