Aldarsaga UMSK 1922-2022

565 Á 6. áratugnum voru Mosfellingar þeir einu á félagssvæði UMSK sem höfðu aðgang að sundlaug í sinni heimabyggð. Það var á Álafossi, félagar úr Aftureldingu héldu utan um skráninguna í sundkeppninni og var þeim gert að skrá niður aldur sérhvers þátttakanda. Sveinn Þórarinsson, sem var formaður UMFA 1956–1957, var eitt sinn að taka á móti keppnisgestum í lauginni og spurði sundkonu eina hvað hún væri gömul. Konan svaraði að bragði: Væni minn, það er ekki kurteisi að spyrja konur hvað þær eru gamlar en það má spyrja hvaða ár þær séu fæddar! Sundbylgjan í Breiðabliki Sundlaugin á Varmá, vígð árið 1964, og á Rútstúni í Kópavogi, sem var tekin í notkun 1967, urðu þess valdandi að sundiðkun tók mikinn vaxtarkipp hjá Aftureldingu og Breiðabliki. Vorið 1967 var héraðsmótið í sundi haldið í Varmárlaug. Þangað mættu tæplega 50 keppendur úr Aftureldingu og Breiðabliki, Mosfellingar sigruðu í stigakeppninni og unnu farandgrip sem Axel Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður UMSK, hafði gefið. Næstu árin jókst sundáhuginn stórum hjá þessum félögum, í Kópavogi dró íþróttakennarinn Steinar Lúðvíksson (1936–2020) sundvagninn, dreif starfið áfram af mikilli elju og byggði upp sunddeild Breiðabliks frá grunni. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 2007 fyrir framlag sitt til íþróttamála í Kópavogi, því að auk þess að vera frumkvöðull á sviði sundmála í Kópavogi og UMSK átti hann drjúgan þátt í að byggja upp skíðasvæði Breiðabliks í Bláfjöllum. Sunddeild Breiðabliks var stofnuð 8. október 1968 og var Steinar í senn formaður og aðalþjálfari deildarinnar. Næstu árin fjölmenntu Kópavogskrakkar á æfingar og tóku þátt í mótum, meðal annars í bæjakeppni milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Framfarir voru örar og árið 1969 höfðu öll UMSK-metin í sundi verið slegin nema bringusundsmet Halldórs Lárussonar úr Aftureldingu frá árinu 1946. Stefán Ó. Stefánsson setti mörg met og æfði um skeið með landsliðinu í sundi. Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir var einnig í landsliðshópnum, árið 1971 hafði hún sett átta UMSK-met, aðeins 14 ára að aldri. Í afmælisriti Breiðabliks árið 1970 kallaði Steinar eftir því að sunddeildin myndi breikka hvað varðaði aldur iðkenda og sagði: „En félagsskapur, sem byggir á fáum unglingum hefur ekki mjög traustan grunn og þess vegna tel ég mikinn feng ef einhverjir fullorðnir aðilar, sem áhuga hafa á að sunddeildin blómstri á næstu árum, veiti sitt liðsinni.“778 Það sama vor hófst eldgos í Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) gaf út sundkennslubók í tveimur heftum, nokkrum misserum áður en UMSK var stofnað. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ heiðrar Steinar Lúðvíksson sem hafði forystu um að byggja upp öflugt sundlið innan Breiðabliks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==