Aldarsaga UMSK 1922-2022

563 íþróttinni. Þóra skrifar: „Á fyrsta mótinu sem við tókum þátt í vorið 1999 í Hveragerði kom upp lýsandi dæmi um kunnáttu liðsins þegar okkur var sagt að smassa í upphitun, en við snerum okkur bara í hring og vissum ekkert hvað átt var við!““772 Þessar kvennaæfingar leiddu til þess að blakdeild UMFA var stofnuð hinn 29. júní 1999 og var Þóra kjörin fyrsti formaður hennar. Með stofnun deildarinnar komst skipulag á blakmálin innan Aftureldingar, árið 2001 hófust æfingar fyrir skólabörn undir stjórn Úrsúlu Jünemann sem hafði mikla keppnisreynslu í blaki, varð margfaldur Íslandsmeistari með Íþróttafélagi stúdenta (ÍS) og lék síðan með Þrótti í Reykjavík. Vorið 2002 skipulagði Afturelding öldungamót í blaki að Varmá þar sem 800–900 manns mættu til leiks víðsvegar af landinu. Þá var hálf öld liðin síðan Afturelding eignaðist fyrsta blakboltann sem var notaður til æfinga á dansgólfinu í Hlégarði. Allt frá aldamótum hafa orðið stórstígar blakframfarir í ört stækkandi Mosfellsbæ. Íþróttamannvirkjum hefur fjölgað, meðal annars hafa verið settir upp strandblaksvellir og blakdeild UMFA starfar af miklum krafti, þar hefur Guðrún Kristín Einarsdóttir gegnt formennsku í rúm 20 ár. Deildin hefur skipulagt æfingar, bæði fyrir meistaraflokka og yngri flokka, haldið mjög fjölmenn blakmót og farið utan í keppnisferðir, þá fyrstu árið 2006 til Finnlands þar sem tíu þúsund manns kepptu á 300 útiblakvöllum. Blaklið Aftureldingar hafa verið sigursæl á mótum, meistaraflokkur kvenna varð til dæmis Íslandsmeistari árið 2014 og árið 2016 vann meistaraflokkur kvenna þrefalt, stúlkurnar urðu deildarmeistarar, bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Meistaraflokkur karla hefur einnig náð góðum árangri. Nýlegar fréttir af afrekalistanum eru þær að árið 2021 varð kvennalið UMFA Íslandsmeistari, bæði í inniblaki og strandblaki og einn liðsmanna, Thelma Dögg Grétarsdóttir, var kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. UMFA-stúlkur sem urðu Íslandsmeistarar í blaki árið 2014.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==