Aldarsaga UMSK 1922-2022

562 þess freistað að spila þar blak eins og hér verður greint frá: „Rekja má blaksögu Mosfellssveitar aftur til ársins 1952 þegar Tómas Lárusson, þáverandi gjaldkeri UMFA, brá sér í íþróttaverslunina Hellas í Reykjavík og keypti blakbolta fyrir félagið. Skömmu síðar tóku íþróttamenn úr Aftureldingu að iðka blak í hinu nývígða félagsheimili Hlégarði, ekki síst til að æfa stökkkraft fyrir aðrar íþróttagreinar. Frjálslega var farið með reglurnar en keppikeflið var að koma knettinum í gólfið hjá andstæðingnum með öllum ráðum. Þessar blakæfingar stóðu yfir um skamma hríð og lögðust meðal annars af sökum þess að mikið var um að lampar og ljós yrðu fyrir skemmdum, auk þess sem dansgólfið var vaxborið og erfitt að fóta sig á því.“771 Síðar var Hlégarður notaður fyrir skólaíþróttakennslu, þá var stundum strengt blaknet þvert yfir danssalinn og blakbolta skotið á loft. Þessu skeiði lauk árið 1977 þegar langþráð íþróttahús að Varmá var tekið í notkun. Fljótlega hófust þar blakæfingar fyrir karla, þar mættu til leiks kennarar í Varmárskóla og eldri félagar úr Aftureldingu, hópurinn kallaði sig Mosöld og æfði og keppti í blaki um 15 ára skeið. Það kom að því að mosfellskar konur hösluðu sér blakvöll í íþróttahúsinu, greint er frá því í aldarsögu Aftureldingar: „Haustið 1998 safnaði Þóra Egilsdóttir saman rúmlega 20 húsmæðrum úr Mosfellsbæ og leigðu þær íþróttasal að Varmá til að æfa blak. Alfa R. Jóhannsdóttir var fengin til að leiðbeina hópnum en fæstar kunnu tökin á boltanum, þó svo að flestar hefðu haft einhver kynni af Upphafið að blaksögu Aftureldingar má rekja til ársins 1952 þegar Tómas Lárusson brá sér til Reykjavíkur og keypti blakbolta í íþróttaversluninni Hellas. Þessi auglýsing frá versluninni birtist í Árbók frjálsíþróttamanna árið 1944. Guðrún Kristín Einarsdóttir hefur gegnt formennsku í blakdeild UMFA samfleytt frá árinu 2001. Þessi mynd af henni var tekin árið 2019 þegar merki Aftureldingar var fjölfaldað fyrir endurskinsmerki. „Við leituðum til fyrirtækja í Mosfellsbæ eftir stuðningi við verkefnið og með þeirra hjálp létum við framleiða 1100 endurskinsmerki sem munu rata á unga Mosfellinga á næstu dögum,“ sagði Gunna Stína í viðtali af þessu tilefni. Auglýsing frá árinu 2008 um æfingar hjá blakdeild Aftureldingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==