Aldarsaga UMSK 1922-2022

561 degi og haldið heim á sunnudegi. Einu sinni fór ég með keppnishóp norður á Húsavík í vondu veðri. Ferðin sóttist seint og við vorum komin þangað klukkan sjö að morgni en mótið hófst klukkan átta. Þetta var heilmikið fjör og ógleymanlegar ferðir en mikið álag. Hvernig gekk að fjármagna allt þetta starf? Þetta var alltaf barátta um peninga en gekk þó einhvern veginn. Mestallt fé innan HK fór í knattspyrnu og handbolta en þegar við urðum Íslandsmeistarar í blaki karla á árunum 1993–1995 og blaki kvenna árið 1995 fengum við allríflegt fjárframlag frá bæjarfélaginu. Ég vildi þá sinna yngri flokkunum betur en aðrir vildu hlúa enn betur að meistaraflokkunum. Það varð smáágreiningur út af þessu og ég sagði af mér formennsku í blakdeild HK árið 1995. Starfað innan UMSK En hvenær fórstu að starfa innan UMSK? HK er aðili að UMSK svo samstarfið við héraðssambandið kom af sjálfu sér. Við héldum meðal annars skólamót í blaki á vegum UMSK, þar kepptu krakkar úr HK, Stjörnunni og einnig úr Reykjavík. Ég var líka með blaknámskeið í skólum á vegum sambandsins á vorin og haustin. UMSK tók fyrst þátt í blaki á landsmóti UMFÍ á Akranesi árið 1975 og síðan á öllum landsmótum eftir það. Við urðum meistarar á landsmótum oftar en einu sinni, bæði í karla- og kvennaflokki. Ég lenti síðan í aðalstjórn UMSK, var gjaldkeri þar um tíu ára skeið og sat í stjórninni í 20 ár, á árunum 1994–2014. Ég var mjög ánægður með að starfa innan UMSK. Mesta álagið var í kringum landsmótin, á mótinu á Sauðárkróki árið 2004 vorum við með tvö karlablaklið og tvö kvennalið. Þá lagði ég fullmikið á mig, skorti það úthald sem ég hafði áður. En líturðu núna sáttur um öxl? Já, ég geri það. Þegar ég hætti sem formaður blakdeildar HK árið 1995 var ég ekki sérstaklega ánægður með gang mála. Ég hafði eytt mínum bestu árum í allt þetta starf og hafði á tilfinningunni að það ætlaði ekki að skila sér sem skyldi. Blakstarfið í landinu var í lægð á tíunda áratugnum en það lifnaði yfir því upp úr aldamótunum. Nú, árið 2018, þegar ég lít yfir farinn veg get ég ekki annað en verið sáttur með stöðu blakíþróttarinnar á Íslandi. Greinin er stöðugt að eflast, blak er vinsælt hjá börnum og strandblak er sífellt vaxandi íþróttagrein. Áhugi almennings til að horfa á blak hefur einnig aukist. Íþróttagreinin hentar öllum, jafnt ungum sem öldnum og nú eru haldin fjölmenn blakmót á landsvísu fyrir alla aldurshópa. En hvað með þig sjálfan, spilar þú ennþá blak? Já, ég er enn að leika mér í blaki með eldri kennurum, þótt ég sé orðinn áttræður. Ég mæti á leiki hjá HK og fylgist vel með starfseminni þar, hún er blómleg. Ég er einnig ánægður með þróun blaksins innan UMSK. Stjarnan í Garðabæ, HK og Afturelding í Mosfellsbæ hafa á að skipa blakdeildum sem eru meðal þeirra sterkustu á landinu.770 Þannig lýkur samtalinu við Albert H.N. Valdimarsson. Hann hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu blakíþróttarinnar, bæði innan HK, UMSK, UMFÍ, BLÍ og ÍSÍ. Meðal annars hlaut hann gullmerki BLÍ árið 1974, gullmerki ÍSÍ árið 1988, gullmerki HK og UMSK árið 2004, gullmerki UMFÍ árið 2014 og árið 2015 var hann sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ fyrir framúrskarandi framlag til íþróttahreyfingarinnar. Albert H.N. Valdimarsson tekur við viðurkenningu úr hendi Svans M. Gestssonar, formanns UMSK, árið 1994.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==