557 tók þátt í Íslandsmótinu í sínum flokki árið 1976 undir merkjum Stjörnunnar og vann þar með yfirburðum. Ísinn var brotinn, blakdeild Stjörnunnar var stofnuð haustið 1979 og Ingólfur Freysson kjörinn fyrsti formaður deildarinnar, Júlíus tók fljótlega við formennskunni og gegndi henni til ársins 1991. Hann var guðfaðir blakdeildarinnar og dró Stjörnublakvagninn um langt skeið, næstu áratugina efldist blakstarfið í Garðabænum jafnt og þétt, samtímis því að greinin skaut rótum og blómstraði víða um land. Svonefnt öldungablak, fyrir 30 ára og eldri, hefur lengi verið öflugt í Garðabænum, bæði hjá körlum og konum. Árið 1997 sendi félagið tvö kvennalið í Íslandsmótið í öldungaflokki en það var fyrst árið 2009 að kvennalið Stjörnunnar tók þátt í Íslandsmótinu í meistaraflokki. Þjálfari var Emil Gunnarsson. Árið 2012 náði kvennaliðið þeim árangri að komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Nokkrar Stjörnustúlkur léku með unglingalandsliðinu og kvennalandsliði Íslands og Hjördís Eiríksdóttir var kjörin blakkona ársins af Blaksambandi Íslands (BLÍ) árið 2012. Árið 2003 hófst mikið blómaskeið í blaki í karlaflokki hjá Stjörnunni sem var fádæmi í íslenskri íþróttasögu. Strax um vorið var tónninn sleginn þegar liðið vann þrefalt, varð deildarmeistari í Íslandsmótinu og síðan Íslandsmeistari eftir æsispennandi úrslitaleik við Íþróttafélag stúdenta (ÍS). Tíu dögum síðar keppti Stjarnan til úrslita í bikarkeppni Blaksambands Íslands og lagði þar HK að velli. Þarna voru tvö félög úr UMSK komin í fremstu röð í blakinu og næstu sex árin var Stjarnan nær ósigrandi á blakvellinum sem vakti einnig ahygli vegna þess að með liðinu léku fimm bræður: Vignir, Róbert, Hlöðver, Ástþór og Geir Hlöðverssynir. Einnig var í liðinu Emil Gunnarsson sem hlaut nokkur sæmdarheiti á þessu tímaskeiði, varð íþróttamaður Garðabæjar árið 2005 og blakmaður ársins hjá BLÍ það sama ár. Árið 2004 vann Stjarnan aftur þrefalt, varð Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari og allt til ársins 2009 vann liðið nær alla titla sem í boði voru. Sigurskeiðið stóð yfir á árunum 2003–2009, eftir það var karlaliðið áfram öflugt og sigursælt. Í ársbyrjun 2013 sameinuðust Garðabær og sveitarfélagið Álftanes undir nafninu Garðabær. Fimm árum síðar var tekin sú ákvörðun að færa blakstarf Stjörnunnar í íþróttahúsið á Álftanesi, meginástæða þess var að unglingastarfið var ekki eins líflegt og áður, samkeppni Á árunum 2003–2009 var karlablaklið Stjörnunnar nær ósigrandi og vann nánast alla titla sem voru í boði. Fremst á myndinni eru lukkukrakkar meistaranna en í fremri röð eru, talið frá vinstri: Hlöðver Hlöðversson, Róbert Karl Hlöðversson, Arnar Smári Þorvarðarson, Ingvar Arnarson og Haukur Snorrason. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Vignir Hlöðversson, fyrirliði og þjálfari, Wojtek Bachorski, Emil Gunnarsson, Geir Sigurpáll Hlöðversson, Ástþór Hlöðversson, Hannes Ingi Geirsson og Jóhann Már Arnarson. Ferill liðsins var einnig einstakur vegna þess að fimm bræður léku með liðinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==