Aldarsaga UMSK 1922-2022

556 Þótt Breiðablik væri langfjölmennasta félagið innan UMSK náði blakgreinin ekki því flugi þar sem ætla mætti. Skýrist það meðal annars af því að nágrannafélögin, HK og Stjarnan, byggðu upp öflugt blakstarf og urðu mjög sigursæl á mótum. Árið 1990 var Hildur Grétarsdóttir formaður blakdeildar Breiðabliks, þá iðkuðu eingöngu stúlkur blak innan félagsins og náðu góðum árangri, unnu deildarmeistaratitilinn það árið og urðu í öðru sæti á Íslandsmótinu.765 Nú á dögum er Breiðablik fjölgreinafélag með 12 deildir innan sinna vébanda, þegar þetta er ritað starfar þar engin blakdeild. Blak hjá Stjörnunni og á Álftanesi Upphaf blakiðkunar innan Stjörnunnar má rekja til Júlíusar Arnarsonar sem var íþróttakennari við Flataskóla í Garðabæ á árunum 1970–2005. Hann kenndi í fyrstu íþróttir í gamla Ásgarðshúsinu, þá var oft sett upp blaknet í lok kennslutímans og brugðið á leik. Upp úr þessu spratt mikill áhugi á greininni í skólanum, Júlíus þjálfaði upp góðan kjarna pilta sem keppti við aðra skóla og Fyrsta blaklið Breiðabliks: Talið frá vinstri: Sveinn Jóhannsson, Guðmundur Oddsson, Þórhallur Bragason, Páll Dagbjartsson, Þórður Guðmundsson og Kjartan Óskarsson. Blakstúlkur úr Ungmennafélagi Álftaness.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==