555 unin fyrst og fremst á starfi einstakra aðildarfélaga sem skipulögðu kennslu, æfingar og mót. Nú verða sagðar blakfréttir úr einstökum sveitarfélögum á sambandssvæði UMSK og byrjað á því langfjölmennasta sem er Kópavogur. Breiðablik Um 1970 stundaði blakáhugafólk í Kópavogi íþróttina sér til heilsubótar. Treglega gekk að fá æfingaaðstöðu í leikfimisölum bæjarins og sáu menn sér leik á borði að stofna blakdeild innan Breiðabliks, hinn 30. október 1973. Stofnun deildarinnar tryggði betra aðgengi að æfingaaðstöðu, ári síðar var kvennalið komið til sögunnar og 1975 var mikil gróska í blaki hjá Breiðabliki, ekki síst hjá konum, og gekk greinin stundum undir nafninu „frúarblak“. Einnig var boðið upp á „öldungablak“ fyrir 30 ára og eldri. Guðmundur Oddsson var þá formaður blakdeildarinnar og mikil driffjöður í starfinu fyrstu árin. Árið 1973 var Óskar Hallgrímsson úr Breiðabliki valinn í blaklandsliðið sem keppti á Norðurlandameistaramótinu árið 1974. Sama ár var fyrsti landsleikurinn í blaki karla, Íslendingar kepptu við Norðmenn og fór leikurinn fram á Akureyri. Upphaf blakíþróttarinnar er rakið vestur um haf, hér má sjá bandaríska hermenn iðka blak í Mosfellssveit í miðri heimsstyrjöld. Esjan fylgist með úr fjarska. Ungir blakarar á stórmóti í Kórnum í Kópavogi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==