554 bætti Íslands- og Norðurlandamet í – 63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu með búnaði í Danmörku í apríl þar sem hún lyfti 152,5 kg. Auk þess varð hún heimsmeistari í klassískri bekkpressu (án búnaðar) í – 63 kg flokki í Suður Afríku þar sem hún bætti sitt eigið Íslandsmet og lyfti 105 kg. Fanney bætti svo aftur Íslandsmet sitt í bekkpressu á Íslandsmeistaramótinu í klassískum lyftingum þegar hún lyfti 108 kg og varð Íslandsmeistari í 63 kg flokki.“761 Fanney var valin íþróttamaður Gróttu árið 2016. Lyftingafélag Garðabæjar (LFG) – 2013 Lyftingafélag Garðabæjar var stofnað 25. mars 2013 og gekk í UMSK árið 2015. Félagið hefur átt mikið samstarf við líkamsræktarstöðina Crossfit XY við Miðhraun í Garðabæ og æft þar ólympískar lyftingar. Árið 2015 voru um 80 skráðir í félagið sem tekur þátt í ýmsum lyftingamótum með góðum árangri. Andri Gunnarsson (f. 1983) er einn mesti afreksmaður félagsins, árið 2017 valdi Lyftingasamband Íslands hann sem lyftingakarl ársins, fjórða árið í röð. Lilja Lind Helgadóttir úr LFG varð Norðurlandameistari unglinga í 69 kg flokki og var valin efnilegasta lyftingakona ársins 2015 af Lyftingasambandinu, annað árið í röð. Formaður LFG, Árni Björn Kristjánsson, varð Íslandsmeistari í 105 kg flokki og var einnig landsliðsþjálfari í ólympískum lyftingum. Lyftingafélag Kópavogs (LFK) – 2013 Lyftingafélag Kópavogs var stofnað 13. september 2013, það gekk í UMSK árið 2015 og er einnig aðili að Lyftingasambandi Íslands og Kraftlyftingasambandi Íslands. Félagsmenn leggja stund á ólympískar lyftingar, félagið hefur aðsetur í Sporthúsinu í Kópavogi og er með fjölþætta starfsemi. Árið 2017 hélt félagið UMSK-mót í lyftingum. Liðsmenn LFK hafa náð mjög góðum árangri á mótum, bæði heima og erlendis. Hér koma nokkur nöfn á afreksfólki í félaginu: Daníel Róbertsson, Þuríður Erla Helgadóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Ásrún Arna Kristmundsdóttir, Sólveig Þórðardóttir, Arnar Kári Erlendsson, María Kristbjörg Lúðvíksdóttir og Kristrún Sveinsdóttir.762 Blakið skýtur rótum – og blómstrar Vollí-bolti breytist í blak Upphaf blakíþróttarinnar má rekja til Bandaríkjanna seint á 19. öld og var hún í fyrstu fólgin í að slá körfuboltablöðru yfir tennisnet sem var í tæplega tveggja metra hæð. Leikurinn barst fljótlega til annarra landa, fyrsta heimsmeistaramótið í blaki fór fram um miðja 20. öld og blak karla og kvenna var keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 1964.763 Fyrsta íslenska félagið sem lagði stund á blak var Íþróttafélag verkamanna í Reykjavík, árið 1934. Þá var leikurinn nefndur „vollí-bolti“, sem er bein aðlögun að orðinu „volleyball“, honum var þannig lýst í málgagni félagsins, Rauða fánanum: „Vollí-boltinn er áður óþekktur hér á landi, en hefir náð geisi-vinsældum í Sovét, svo að þar má svo heita, að allir, ungir og gamlir af báðum kynjum, leiki þennan leik. Þetta er handboltaleikur, er fer fram á litlum velli, og tveir 6 manna flokkar eigast við. Er boltinn sleginn með höndunum yfir net, sem strengt er milli staura yfir miðjan völlinn, og vinningurinn er í því fólginn, að andstöðuflokkurinn missi boltann niður, eða geri annað feil. Þetta er léttur leikur, einfaldur, en skemmtilegur, og sérstaklega góður fyrir kvenfólk.“764 Hermann Stefánsson (1904–1983), íþróttakennari á Akureyri, gaf „vollí-boltanum“ heitið „blak“ og átti drjúgan þátt í viðgangi hans í bænum. Má segja að vagga íþróttarinnar á Íslandi hafi staðið á Akureyri allt til loka sjötta áratugarins en blak var einnig stundað í skólunum á Laugarvatni. Íþróttakennarar sem útskrifuðust þaðan kynntu greinina í skólum landsins. Hún þurfti ekki mikið rými, jafnvel var hægt að leika hana í félagsheimilum líkt og tíðkaðist í Hlégarði í Mosfellssveit áður en íþróttahúsið á Varmá kom til sögunnar árið 1977. Um 1970 hafði blak náð nokkurri útbreiðslu á Íslandi og Blaksamband Íslands (BLÍ) var stofnað haustið 1972. Vinsældir greinarinnar eiga sér margar orsakir, hún hentar vel öllum aldursflokkum og kynjum og er ekki jafn rúmfrek og knattspyrna og handknattleikur. Blakið átti sannarlega framtíðina fyrir sér innan UMSK, aðeins eitt ljón var í veginum: skortur á hentugu húsnæði. Smám saman var bætt úr þeim skorti með byggingu stórra íþróttahúsa á ofanverðri 20. öld skaut blakíþróttin föstum rótum innan UMSK og bar ríkulegan ávöxt í einstökum félögum. Árið 1983 var haldið héraðsmót UMSK í blaki en annars byggðist blakiðk-
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==