Aldarsaga UMSK 1922-2022

553 Kraftlyftingafélag Garðabæjar (KFGH) – 2011 og kraftlyftingadeild Stjörnunnar – 2012 Kraftlyftingafélag Garðabæjar, Heiðrún, var stofnað 30. janúar 2011 og er aðili að Kraftlyftingasambandi Íslands. Félagið gekk í UMSK árið 2012, það fékk æfingaaðstöðu í þreksalnum í Ásgarði, tækjakosturinn þar var ekki hugsaður fyrir afreksþjálfun lyftingafólks svo gerð var bragarbót á því. Kraftlyftingafélagið lét skrifa handbók fyrir starf sitt og gætti þess að það uppfyllti kröfur um fyrirmyndarfélag ÍSÍ, það gekk eftir og var félagið fyrsta kraftlyftingafélagið sem fékk þá viðurkenningu, árið 2011. Æfingar gengu vel og stjórnin var full bjartsýni þegar hún leit yfir starfsárið 2011: „Töluverð þróun hefur orðið á starfi KFGH frá stofnun, þrátt fyrir mikla erfiðleika er það í dag afar líflegt og öflugt. Viðburðum á vegum félagsins fer enn fjölgandi og sterk vinabönd tengja saman iðkendur félagsins. Æfingaaðstaðan hefur ekki undan þeim mikla áhuga sem er á starfinu en vænta má lausn á því bráðlega. Félagsmál KFGH eru til fyrirmyndar og stjórn finnur sterklega fyrir hvernig litið er upp til okkar í þeim efnum. Félagið býr yfir miklum mannauð og fái hann að blómstra má búast við frekari árangri á lands- ef ekki heimsvísu.“758 Árið 2012 varð ár uppbyggingar hjá félaginu sem stækkaði um rúman helming, æfingaaðstaðan í Ásgarði varð stórbætt með betri tækjakosti. Það sama ár rann Kraftlyftingafélag Garðabæjar saman við Ungmennafélagið Stjörnuna svo úr varð kraftlyftingadeild félagsins sem býr yfir afar góðri aðstöðu, bæði fyrir ólympískar lyftingar og kraftlyftingar. Einn afreksmaðurinn í kraftlyftingadeild Stjörnunnar er Dagfinnur Ari Normann, árið 2016 átti hann sérlega gott ár „… hann varð í 4. sæti á HM í bekkpressu í klassískum lyftingum, 2. sæti á EM og 3. sæti á NM unglinga. Stjarnan er virkilega stolt af Dagfinni og þeirri fyrirmynd sem hann er fyrir aðra í félaginu.“759 Lyftingadeild Gróttu – 2011 Lyftingadeild Gróttu var stofnuð í árslok 2011, á tveimur árum reis félagatalan upp í eitt hundrað, deildin fagnaði mörgum titlum næstu árin, í ársskýrslu UMSK segir: „Á árinu 2016 náðist framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum hjá íþróttafélaginu Gróttu. Fanney Hauksdóttir Kraftar í kögglum – mynd af heimasíðu Stjörnunnar. Hvað eru kraftlyftingar? Heimasíða Kraftlyftingasambands Íslands svarar þeirri spurningu á þessa leið: „Kraftlyftingar er íþrótt þeirra sem vilja vera sterkir. Með markvissum æfingum byggja menn upp alhliða vöðvastyrk, snerpu, þrek og andlegan styrk. Í keppni reynir auk þess á tækni, taktík og kjark. Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt í sérstökum búnaði eða án búnaðar. Keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum. Stundum er keppt í einstökum greinum, þá helst í bekkpressu. Kraftlyftingar er íþrótt sem hentar öllum, óháð kyni og aldri. Líkamlegur ávinningur af styrktaræfingum er gríðarlegur – hvort sem iðkendur stefna á að taka þátt í keppni eður ei. Íþróttin hentar mjög vel fyrir hreyfihamlaða og hætta á meiðslum og slysum er lítil.“760

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==