Aldarsaga UMSK 1922-2022

552 semi deildarinnar en þó tókst að halda Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu, í Fagralundi í Kópavogi. Fjórir keppendur úr Breiðabliki náðu þar verðlaunasætum. Félagsmenn kepptu í mörgum mótum það árið, Sóley Margrét Jónsdóttir og Guðfinnur Snær Magnússon voru kosin íþróttafólk deildarinnar árið 2020. Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar – 2009, síðar Lyftingadeild Mosfellsbæjar Félagið var stofnað 13. desember 2009, Hjalti „Úrsus“ Árnason hafði frumkvæði að stofnun þess, hafði þá sjálfur lagt að baki keppnisferil í lyftingum. Kraftlyftingafélagið hefur æfingaaðstöðu í íþróttahúsinu á Varmá og er aðili að Kraftlyftingasambandi Íslands. Félagið hefur skipulagt fjölmörg lyftingamót og aðra viðburði í Mosfellsbæ og liðsmenn þess hafa tekið þátt í mótum með góðum árangri. Guðmundur Sigurðsson hefur séð um þjálfunina í ólympískum lyftingum en Hjalti um kraftlyftingarnar. Hjalti hefur gegnt formennsku í félaginu frá upphafi og haldið um alla þræði starfseminnar, hann ritaði í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2017: „Mikil gróska í starfi deildarinnar einkenndi árið 2016, með miklum breytingum. Nú hefur verið breytt um nafn á Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar í Lyftingadeild Mosfellsbæjar. Ástæðan er sú að það er mikill áhugi á ólympískum lyftingum í bæjarfélaginu og hugmyndin að nafnið fangi bæði ólympískar lyftingar og kraftlyftingar. … Lyftingadeildin hefur tekið virkan þátt í mótahaldi á árinu og komið að Evrópumótinu í bekkpressu, Bikarmótinu svo eitthvað sé nefnt. Gamlársmótið var haldið að Varmá og var keppt bæði í kraft- og ólympískum lyftingum.“756 Kraftlyftingafélag Seltjarnarness – Zetorar – 2011 Félagið var stofnað 10. janúar 2011 og gekk í UMSK ári síðar. Í félaginu voru hátt í 40 iðkendur, þar á meðal nokkur fjöldi kvenna. Árið 2012 tóku félagsmenn þátt í Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu, Íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu og Seltjarnarnesmótinu í bekkpressu sem haldið var í samvinnu við Gróttu. Var það í fyrsta skipti að haldið var kraftlyftingamót á Nesinu og lögðu margir leið sína í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness til að fylgjast með þessari nýlundu. Kraftlyftingafélag Seltjarnarness var 9. félagið sem gekk í Kraftlyftingasamband Íslands, í kynningartexta segir: „Félagið var stofnað af 13 íþróttamönnum úr ólíkum áttum og til gamans má geta að innan Zetoranna eru nokkrir landsliðsmenn í sinni íþrótt, Ólympíufari, hermaður frá norska hernum, Boot Camp meistarar og Fimleikamaður ársins 2010, betur þekktur sem íþróttaálfurinn.“757 Smám saman dofnaði yfir starfsemi félagsins, það var óvirkt árið 2018 og gekk endanlega úr UMSK árið 2020. Félagar úr Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar, fyrir miðri mynd er Hjalti Árnason, stofnandi og formaður félagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==