549 ekki síst konum og unglingum, og þar er lögð stund á flestar algengar skotgreinar sem eru viðurkenndar af Alþjóðaskotíþróttasambandinu. Helsta baráttumál félagsins hefur verið að fá skotsvæði í landi Kópavogs, formaður félagsins ritaði um það mál árið 2011: „… hrakfallasaga umsóknar okkar um útisvæði fyrir félagið heldur áfram þar sem við erum sendir í endalausa hringi með endurtekið efni án þess að fá fullgild rök fyrir því hvers vegna við getum ekki fengið úthlutað svæði fyrir útigreinar félagsins.“745 Bogfimifélagið Boginn Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi var stofnað 10. júlí 2012 og gekk ári síðar í UMSK. Markmið félagsins er að auka almenna þekkingu á bogfimi og þátttöku í þeirri íþrótt, ekki síst meðal barna, unglinga og kvenna. Einnig að halda bogfimimót, senda fólk á þjálfaranámskeið og koma upp útisvæði fyrir bogfimi í Kópavogi. Árið 2014 gengu þessi markmið öll eftir, nema að koma upp útisvæðinu. Allt frá stofnun hefur Boginn verið iðinn við að halda bogfimimót, einnig hafa félagsmenn keppt á mótum erlendis með góðum árangri. Þar hefur Guðmundur Örn Guðjónsson náð langt og unnið til margra verðlauna, hann þjálfaði einnig afrekshóp félagsins um skeið. Marín Anita Hilmarsdóttir varð Norðurlandameistari ungmenna árið 2021 þar sem keppt var með sveigboga, sama ár var hún valin bogfimikona ársins hjá Bogfimisambandi Íslands sem var stofnað í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 1. desember 2019 og varð 33. sérsambandið innan ÍSÍ.746 Félagar í Boganum æfa í Bogfimisetrinu ehf. við Dugguvog í Reykjavík sem tók til starfa snemma árs 2013, þar er hægt að leigja æfingatíma, einnig er þar verslun fyrir bogfimivörur. Tennis Hægfara þróun Tennisíþróttin á sér fyrirmynd í leik sem var iðkaður í Evrópu á miðöldum. Hann skaut upp kollinum í Englandi um miðja 19. öld og var þá kallaður „lawn-tennis“. Íþróttin breiddist ört út um Evrópu en kom þó seint til Íslands, reyndar var tennis sýningargrein á 3. landsmóti UMFÍ sem haldið var í Reykjavík árið 1914. Frá því segir í dagblaðinu Vísi: „Þá kom Lawn Tennis-sýningin, en í henni botnuðu fáir, hefði þurft að skýra frá tilgangi leiksins áður. En fólkið beið samt og ungu stúlkurnar höfðu ekki augun af hinum laglegu ljósklæddu piltum, sem köstuðu knettinum með »spaðanum« yfir »netið« þá sjaldan þeir hittu hann. En svona hefur það sjálfsagt átt að vera, því þeir voru eitt sólskinsbros í sínum mjallhvítu klæðum, sem regnið þorði ekki að snerta.“747 Ekki leiddi þessi eftirminnilega sýning til almennrar útbreiðslu íþróttarinnar en um 1925 var til Tennisfélag Reykjavíkur sem iðkaði íþróttina á velli við Stýrimannaskólann og á barnaleikvelli við Grettisgötu. En fótboltinn freistaði margra líkt og fram kemur í heimild frá árinu 1932: „Ekki virtust menn ætla að sinna þessari íþrótt mikið fyrst framan af. Knattspyrnan seyddi unglingana til sín.“748 Á árunum 1930–1950 var tennis stundaður töluvert á Akureyri og í Reykjavík og Íslandsmót voru haldin á árunum 1927–1942. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1938 og átti tvo tennisvelli, íþróttafélögin ÍR og KR áttu einnig velli.749 Áratugum síðar hófst tennisiðkun á sambandssvæði UMSK, í Kópavogi og Garðabæ. Um 1980 var starfandi tennisdeild innan Íþróttafélags Kópavogs (ÍK) og árið 1986 var til tennis- og badmintondeild hjá HK undir formennsku Guðmundar R. Jónssonar.750 Fyrsta héraðsmót UMSK í tennis var haldið árið 1987. Keppt var á útivöllum við Kópavogsskóla og Vallargerði og innandyra í Digranesi. Á landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990 var tennis kynningargrein en reyndar var keppnin flutt vegna veðurs í íþróttahús hins nýstofnaða íþróttafélags Fjölnis í Grafarvogi sem sigraði í keppninni, UMSK lenti í 2. sæti. Ári síðar var Tennisfélag Kópavogs stofnað. Boginn spenntur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==