548 Skotíþróttir Fyrsta íþróttafélagið á Íslandi Skotfimi er íþróttagrein sem er fólgin í því að skjóta með byssum eða boga, oftast á skotskífur. Íslendingar fóru seint af stað í þessum efnum, að undanskildum bogfimileikum Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda og fleiri fornkappa sem sagt er frá í íslenskum skáldskap frá miðöldum. Um miðja 19. öld stunduðu Vestmannaeyingar skotæfingar með byssum undir stjórn Dana sem hét Andreas August von Kohl (1815–1860), venjulega kallaður kapteinn Kohl; hann var sýslumaður í Eyjum og stofnaði þar herfylkingu sem átti að verja eyjarskeggja fyrir hugsanlegu árásarliði. Hér var ekki um eiginlega íþróttastarfsemi að ræða en það voru heldri borgarar í Reykjavík sem stofnuðu fyrsta íþróttafélagið á Íslandi, það hét Reykjavigs skydeforening upp á dönsku, stofnað árið 1867. Það kom sér upp félagsaðstöðu nálægt Reykjavíkurtjörn, sem var kallað Skothúsið, og dregur gatan Skothúsvegur heiti sitt af húsinu.741 Þetta fyrsta íþróttafélag á Íslandi starfaði fram undir 1900, fleiri skotfélög voru stofnuð fyrir aldamótin, meðal annars í Keflavík. Síðan varð langt skothlé, árið 1950 var Skotfélag Reykjavíkur stofnað og fleiri skotfélög komu til sögunnar, á Akureyri, Akranesi og í Hafnarfirði.742 Innan UMSK starfar eitt skotfélag og eitt bogfimifélag, bæði í Kópavogi. Skotfimi varð fyrst keppnisgrein á landsmótum UMFÍ árið 2001. Skotíþróttafélag Kópavogs Skotíþróttir numu land á félagssvæði UMSK þegar langt var liðið á 20. öld. Hinn 28. apríl 1989 var Skotfélag Kópavogs (SFK) stofnað og gekk í UMSK sama ár. Fyrsti formaður SFK var Halldór Jónsson verkfræðingur. Nafni félagsins var síðar breytt í Skotíþróttafélag Kópavogs, á heimasíðu þess er tilgangi félagsins lýst með þessum orðum: „Tilgangur félagsins er að efla almennan áhuga á skotfimi, auka þekkingu á byssum og meðferð þeirra, m.a. með því að vinna að bættri aðstöðu til skotæfinga. Félagið er málsvari þeirra sem stunda skotæfingar og skotíþróttir.“743 Félagar æfa og keppa með skammbyssum, loftbyssum og rifflum.744 SFK hefur lengi haft æfinga- og félagsaðstöðu í íþróttahúsinu Digranesi, æfingar eru flesta daga vikunnar, haldin eru mörg innanfélagsmót og félagið hefur einnig verið mótshaldari á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið í SFK, Frá keppni í skotfimi á landsmóti UMFÍ í Kópavogi árið 2007.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==