Aldarsaga UMSK 1922-2022

547 bandsins, það fyrsta árið 1992, mótinu árið 1993 var lýst þannig í ársskýrslu: „Keilufélag Garðabæjar stóð fyrir UMSK móti í keilu sem fram fór í Keilulandi í Garðabæ. Mótið var hið skemmtilegasta og voru m.a. sett þrjú ný Íslandsmet. Keilulandsveitin setti Íslandsmet í leik fjögurra manna liðs 983 pinnar og í þriggja leikja seríu 2585 pinnar. Þá setti Ásgeir Þór Þórðarson nýtt met í sex leikja seríu einstaklings 1346 pinnar. Keppt var í flokkum unglinga, fullorðinna, para og fjögurra manna liða …“738 Keilufélagið Keila (KFK) var stofnað 1. febrúar 2004 á Álftanesi. Tilgangur þess var að kynna keiluíþróttina fyrir almenningi og taka þátt í keppnum. Síðar sneri félagið sér að knattspyrnuiðkun og árið 2010 tók það þátt í 3. deild í knattspyrnu og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Félagið hefur hætt starfsemi sinni. Ruðningur Í sérstöku landsmótsblaði, sem UMSK gaf út fyrir landsmótið á Varmá árið 1990, er smágrein sem heitir „Ruðningur“ – þar er vikið að íþrótt sem þá var nýlunda á Íslandi: „Nú í sumar var í fyrsta skipti keppt í amerískum fótbolta, eða ruðningi, hér á landi. Markar það viss tímamót í sögu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Í dag hafa þrjú lið á landinu keppnisbúninga sem nauðsynlegir eru til að iðka þessa íþrótt. Þetta eru Breiðablik, Stjarnan og Fjölnir. … Fyrir ókunnuga lítur þessi íþrótt út fyrir að vera slagsmál, þar sem bolti og mark skipta litlu sem engu máli. Þetta viðhorf er algjörlega á misskilningi byggt. Leikurinn er gífurlega flókinn, bæði reglur og einnig þau kerfi sem liðin leika eftir. Það er mikilvægt fyrir hvern einasta mann á vellinum að gera rétt, þótt aðeins einn hafi boltann. Leikmenn bera öryggishlífar, hjálm á höfði, axlabrynju, nýrnabelti, lær,-hné- og mjaðmahlífar. Treyja og buxur í litum keppnisliðsins koma síðan yfir öryggishlífarnar. Þessi búnaður er mjög dýr, eða rúmlega 20 þúsund á manninn. … Á landsmótinu munu Breiðablik og Stjarnan kynna áhorfendum íþróttina, fara yfir helstu reglur og sýna hvernig alvöru-leikur fer fram.“739 Ruðningur (rugby) er knattleikur sem varð til á 19. öld í Englandi og dregur heiti sitt af bænum Rugby þar í landi. Leikurinn er „… eins konar sambland af knattspyrnu og handknattleik. Það liðið sigrar sem skorar fleiri stig, en lið hlýtur stig, ef því tekst að koma knettinum inn á markteig fyrir aftan marklínu mótherja eða yfir þverslá marks þeirra.“740 Árið 1990 var stofnuð ruðningsdeild innan Stjörnunnar en hún starfaði einungis í eitt ár. Einnig var ruðningsdeild starfandi innan Breiðabliks um skeið. Hinn 29. september 2010 var Rugbyfélagið Stormur á Seltjarnarnesi stofnað, það gekk í UMSK tveimur árum síðar. Ruðningsdeild starfaði um skeið innan Breiðabliks. Þessi mynd var tekin árið 1990 þegar félagið hélt upp á 40 ára afmæli sitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==