Aldarsaga UMSK 1922-2022

545 fréttum og tilkynningum, útgáfukostnaður var lítill, viðtökur góðar, fréttabréfin efldu upplýsingastreymi innan héraðssambandsins og sköpuðu vettvang til skoðanaskipta. Fimm blöð komu út árið 1983, árið 1984 var blaðið minnkað úr A4 í A5, árið 1985 kom aðeins út eitt fréttabréf og óánægja var með að þau væru ekki fleiri. Árið 1987 var landsmótsár og þá komu út níu fréttabréf, tvö fréttabréf komu út árið 1990 sem var einnig landsmótsár. 1993 komu út tvö tölublöð. Fréttabréfin voru gefin út í um 1000 eintökum að meðaltali þrisvar á ári þar til heimasíða sambandsins tók við hlutverki fréttabréfanna. Útgáfa þeirra fjaraði þá smám saman út, tölvuöld og rafræn samskipti tóku við. Í ársskýrslu fyrir árið 1986 segir um hugsanleg tölvukaup UMSK: „Það fer að verða hollt fyrir sambandið að fara að huga að tölvukaupum á skrifstofuna. Tölva mundi gjörbylta allri pappírsvinnu á skrifstofunni til hins betra. Hér yrði um gífurlega vinnuhagræðingu [að ræða]. Þá yrði hægt að geyma allar skrár á disklingum og í stað þess að fylla meðal geymslu af alls konar skrám, blöðum og skýrslum væri hægt að hafa allt á fyrirferðalitlum disklingum í einu hylki. Og ef talað er um að of kostnaðarsamt sé að fara út í tölvukaup hjá sambandi sem stendur illa fjárhagslega þá má benda á einfalt reikningsdæmi: Á árinu 1986 voru gefin út tvö blöð af UMSK, haustblað og jólablað. Kostnaður við setningu þessara blaða var ca 80 þúsund, en auðveldlega má setja blað í tölvu af „réttri gerð“. Og þar sem nokkurn veginn er öruggt að UMSK gefi út landsmótsblað þá erum við að tala um að tölva gæti borgað sig upp mjög fljótlega.“732 Ekki er að orðlengja það að árið 1987 keypti UMSK sína fyrstu tölvu, sagt er frá tækjakosti sambandsins í ársskýrslu: „Tækjakostur skrifstofunnar tók stökk fram á við er keypt var tölva s.l. vor. Tölva þessi er af Macintosh Plus gerð og hentar einkar vel til allrar vinnu. UMSK er ekki eitt um að hafa fest kaup af þessari gerð tölvu því þegar hafa t.d. UMFÍ, FRÍ, Gerpla, UMSB o.fl. fest kaup á vél af þessari tegund og vitað er að fleiri líta hýru auga til þessa kostagrips. Þá var keypt kjölbindivél s.l. vetur sem eykur enn möguleika í frágangi á skýrslum og þess háttar. Fyrir var ljósritunarvél sem er þarfa þing en ekki að sama skapi sá kostagripur sem vera þyrfti. Vélin býður hvorki upp á smækkun né stækkun og er þar að auki viðhaldsfrek.“733 Fyrsta heimasíða UMSK fór á veraldarvefinn árið 1998 og hefur þróast jafnt og þétt síðan. Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2001 segir um upplýsingamál sambandsins: „Samskipti og upplýsingar eru alltaf að færast meira inn á veraldarvefinn. Í stað fréttabréfa eru fréttir uppfærðar á heimasíðu sambandsins og aðildarfélaga þess. Ýmsar tilkynningar eru sendar á milli með tölvupósti og má segja að meira magn upplýsinga berist á milli með skilvirkari hætti. UMSK er með heimasíðu þar sem færðar eru fréttir reglulega og ýmsar upplýsingar um sambandið og aðildarfélög þess eru uppfærðar þegar breytingar verða. Á heimasíðunni er einnig að finna tengla á þau aðildarfélög sem hafa komið sér upp heimasíðum. Slóðin á heimasíðu UMSK er http:/www.isisport.is/umsk.“734 FRETTABREF UNGMENNASAMBAND KJALARNESPINGS MJOLNISHOLT 14 P.O. BOX 5271 125 REYKJAV[K S[MI 91-16016 1. tbl. 6. arg. 28. jan. 1987. Upplag 500 ein1·, Abm. Einar Sigurosson. Meoal efnis: -firmakeppni UMSK. -fra Karatedeild Stjornunnar. -M1 innanhuss i frjalsum. -Oldugata 14. -Skolahlaup UMSK. Fororo Pa kenur t� fyrsta tolublao nfs ars meo umsj6n nfs starfsman:1s. -,�i:1ar Gunnarsson lretur af storfum hja sambandinu um manaoarm6tin jan-feb. Einar er a forum til Noregs og pokkum vio honum fyrir storf hans i pagu sambandsins og 6skum honum velfarnaoar i Noregi. Framundan er mikil baratta, pvi sambandio stendur ekki vel fjarhagslega. �vi parf ao gera r6ttrekar aogeroir til ao retta fj�rhaginn vio og eg efast ekki um ao pao takist. Arsping er a nresta leiti og ver6ur pao haldi6 a6 Felagsgaroi Kjos laugardaginn 21 februar og hefst kl 10. Vio veroum ao sfna styrk UMSK meo pvi ao fjolmenna a pingio enda er verougt verkefni framundan fyrir okkur sem er Landsm6t UMF! a Husavik helgina 11-12 juli i sumar. Reyndin hefur retio verio su ao fyrir landsm6t taka ungmennafelagar sig til i andlitinu og tjalda ollu sem peir eiga til til ao gera hlut og veg sins sambands sem mestan par. Ao lokum hvet eg alla til ao nfta ser skrifstofuna ao Mjolnisholti 14 og starfsmann hennar. Agretis aostaoa er par til ao undirbua m6t og ganga fra skfrslum og pe•i h6ttar. Skrifstofan er opin fra 9.36- 16.30 all� Virki daga og oft ef ekki oftast er starfsmaourinn lengrii: -� Fréttabréf UMSK frá árinu 1987. Árið 1987 eignaðist UMSK sína fyrstu tölvu, hún var af gerðinni Macintosh Plus.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==