Aldarsaga UMSK 1922-2022

544 Hjóladeildin sendir Mosfellingum og öðrum skilaboð: Komdu að hjóla! Auðlegð Mosfellsbæjar, sveit með sögu, landnámsjarðir og Stekkjarstaur, nándin við náttúruna, dalirnir, fellin og fjallahjól, götuhjól og hjólastígar, og þú í miðju þessa. Í hjóladeild Aftureldingar eru hjólarar sem njóta þessarar auðlegðar, útiveru, heilsubótar, félagsskapar og fjölbreyttra leiða. Margfaldur Íslandsmeistari Ingvar Ómarsson kennir okkur tæknina við að ná sem mestu út úr hjólinu og okkar líkamlegu getu óháð aldri og efnum. Auk valinkunnra aðila sem kallaðir eru til að uppfræða um dekkjaskipti, hjólakeðju og viðhald hjólsins. Komdu og vertu með, bara gaman.“731 Tölvuöldin tekur við Á 9. og 10. áratugnum gaf UMSK út fréttabréf um starfsemi sína. Árið 1982 komu út 11 tölublöð, sérhvert þeirra í 500 eintökum. Blaðinu var dreift um sambandssvæðið til þeirra sem gegndu ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir UMSK og til annarra velunnara sambandsins. Framkvæmdastjórar og formenn sambandsins ásamt fleirum rituðu í fréttabréfin sem byggðust upp á stuttum Auglýsing frá hjóladeild Aftureldingar. Félagar úr hjóladeild Aftureldingar við merki félagsins á Varmá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==