Aldarsaga UMSK 1922-2022

543 Hjólreiðadeild Breiðabliks Hjólreiðadeild Breiðabliks var stofnuð í apríl 2016 og sinnir jafnt byrjendum og keppnisfólki. Reynslumiklir þjálfarar starfa innan deildarinnar og mikill metnaður er lagður í æfingar, bæði innandyra og utan-. Árangur félagsmanna hefur verið mjög góður á hjólreiðamótum, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2018 segir: „Hjólreiðadeild Breiðabliks sem var stofnuð fyrir fáeinum misserum hefur blómstrað allar götur síðan. Blikarnir Rúnar Örn Ágústsson og Ingvar Ómarsson urðu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í tímatöku þann 21. júní þar sem hjólað var frá Seltúni norður með Kleifarvatni.“729 Síðsumars árið 2020 hélt hjólreiðadeild Breiðabliks Íslandsmótið í götuhjólreiðum og fór keppnin fram í Hvalfirði. Ingvar Ómarsson (f. 1989) er yfirburða hjólreiðamaður innan Breiðabliks, hann hefur oftsinnis verið útnefndur hjólreiðamaður ársins hjá félaginu og er margfaldur Íslandsmeistari í greininni. Á heimasíðu sinni lýsir Ingvar því hvernig áhugi hans á hjólreiðum kviknaði og óx þar til hann varð atvinnumaður í íþróttinni: „Ég byrjaði að hafa áhuga á hjólreiðum þegar ég keypti mér BMX hjól í 9. bekk, og lék mér á því ásamt vinum mínum, í þá daga þegar allt snerist um að hoppa sem hæst, stökkva fram af húsþökum og búa til stökkpalla. Stuttu seinna átti ég nokkur góð ár í fjallabruni, en fljótlega fór áhuginn að snúast að því að hjóla hratt, ekki bara niður brekkur, heldur upp þær líka. Fjallahjólreiðar hafa alltaf verið „mín grein“, en ásamt því keppi ég og æfi mikið á götuhjóli, og í cyclocross, ásamt tímaþraut stöku sinnum. Síðan 2014 hef ég verið fremstur Íslendinga í keppnishjólreiðum, og þökk sé öflugum styrktaraðilum get ég kallað mig atvinnumann í íþróttinni. Ferillinn minn nær yfir fjölmargar keppnir á Íslandi, fjölmarga Íslandsmeistaratitla í ýmsum greinum hjólreiða, ásamt því að hafa verið Hjólreiðamaður ársins nokkrum sinnum. Ásamt því hef ég tekið þátt í heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, heimsbikarmótum, og tugum annarra móta á vegum UCI, alþjóðasambands keppnishjólreiða.“730 Hjóladeild Aftureldingar 5. apríl 2018 var hjóladeild Aftureldingar stofnuð og er 11. deildin og sú yngsta innan félagsins. Markmið deildarinnar er að efla hjólreiðar og hjólreiðamenningu í Mosfellsbæ líkt og fram kemur í þessum skilaboðum haustið 2020: „Hjóladeild Aftureldingar er nýjasta deildin okkar. Þrátt fyrir það eru hátt í 70 iðkendur skráðir í deildina. Við hvetjum ykkur til að fara á facebook síðu deildarinnar sem og heimasíðu Aftureldingar og kynna ykkur starfið hjá þessum kröftuga hóp. Hjálmum prýddir hjólamenn í fallegu umhverfi. Ingvar Ómarsson hefur náð stórkostlegum árangri í hjólreiðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==