Aldarsaga UMSK 1922-2022

540 Kvikmyndasýningar voru haldnar af og til á árinu og var áhugi mikill fyrir þeim og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. … Sumarstarfið: Íþróttaæfingar fóru vel af stað s.l. vor. Ráðnir voru sömu þjálfarar og árið áður, Sigvaldi Ingimundarson í frjálsar og Sigurður Bj. Gunnarsson í knattspyrnuna. Er leið á sumarið minnkaði þátttaka mikið og lognuðust þær hálfpartinn útaf. Það er aðstöðuleysi sem hrjáir okkur Kjalnesinga mikið í íþróttum, en nú á að gera gangskör í þessum málum. Nú búið er að láta smíða knattspyrnumörk fyrir félagið og unnið er að því að fá álit sérfróðra manna á því hvernig best megi endurbæta völlinn fyrir framan Klébergsskóla í samráði við hreppinn og skólann.“724 Aukinn íbúafjöldi kallaði á nútímaleg íþróttamannvirki, íþróttahús var byggt við Klébergsskóla og tekið í notkun árið 1994. Með því varð gjörbylting í íþróttaaðstöðu innanhúss hjá Kjalnesingum, frá þessu er greint í UMSK-blaðinu árið 1995: „Ungmennafélag Kjalnesinga hefur fram að þessu ekki látið að sér kveða í hinum stóra og harða heimi íþróttanna en nú gæti orðið breyting á. Í upphafi vetrar var tekið í notkun nýtt stórglæsilegt íþróttahús á Kjalarnesi sem gjörbreytir allri stöðu Ungmennafélagsins á staðnum en aðstaða var nær engin fyrir. Þá er í smíðum sundlaug af stærðinni 8 x 16 m … Íþróttahúsið er að gólffleti 18 x 31,5 m, í húsinu er lyftingasalur með nýtísku áhöldum og gufubað er einnig í húsinu og ljósabekkur. Þá er hugsanlega möguleiki að ungmennafélagið geti fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína í húsinu. Húsið og sundlaugin gjörbreyta allri aðstöðu til muna og er þegar farið að iðka íþróttir sem ekki hafa verið stundaðar áður hjá félaginu eins og körfubolta, fimleika og badminton. Í vetur hafa tveir flokkar, eldri og yngri æft knattspyrnu undir stjórn Snorra Haukssonar formanns félagsins. Þá hefur mikill kraftur verið í körfuboltanum en tveir piltaflokkar og einn fjölmennur stúlknahópur hafa æft undir stjórn Brasilíumannsins Karlosar og hafa piltarnir m.a. leikið tvívegis við kollega sína hjá Aftureldingu og haft sigur í báðum viðureignum. Íþróttakennarinn Jóhanna Sigurðardóttir hefur séð um fimleikaþjálfun og kvennaleikfimi sem er mjög vinsæl. Þá hafa verið frjálsir tímar í badminton og á laugardagsmorgnum hafa foreldrar getað komið með yngstu börnin í frjálsa tíma og er þar nokkurskonar vísir að íþróttaskóla hjá þeim Kjalnesingum. Þá eru nokkrir áhugahópar sem leigja lausa tíma í húsinu og UMFA hefur einnig afnot af nokkrum tímum aðallega fyrir körfubolta. … Af þessu má sjá að driftin er mikil og sjálfsagt stutt í það að ungmennafélagið láti að sér kveða í heimi íþróttanna.“725 Klébergslaug var tekin í notkun árið 1998 og var mikil lyftistöng fyrir sundiðkun Kjalnesinga og allan sveitarbrag. Sama ár lauk langri sögu Kjalarneshrepps þegar hann sameinaðist Reykjavík, þá varð konu nokkurri að orði: „Jæja, er nú Esjan flutt til Reykjavíkur?“ Við sameininguna dró Ungmennafélag Kjalnesinga sig út úr UMSK og varð aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR). Drengur gerist aldinn Ungmennafélagið Drengur í Kjósarhreppi var eitt af stofnfélögum UMSK árið 1922 og fyrstu áratugina ein af burðarstoðum sambandsins. Á síðari hluta aldarinnar gjörbreyttist byggðaþróunin á sambandssvæðinu, mikil þéttbýlismyndun og íbúaaukning varð í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi en hinsvegar fækkaði íbúum í Kjósarhreppi. Árið 1960 bjuggu þar 273 manns en 201 árið 1980.726 Samfélagið í Kjósinni breyttist einnig mikið, íbúar sóttu burt í vinnu og nám og ný viðhorf og afþreying kepptu um hylli Kjósverja og annarra landsmanna, meðal annars kom ríkissjónvarpið til sögunnar árið 1966. Á aldarafmæli Drengs árið 2015 kom út 100 ára saga Drengs eftir Jón M. Ívarsson. Í bókarlok lýsir hann því vel hvernig starfsemi þessa fornfræga félags lognaðist smám saman út af: „Á síðasta áratug 20. aldar fór að líða að lokum sögunnar um Ungmennafélagið Dreng í Kjós. Íbúum sveitarinnar fækkaði, unga fólkið leitaði annað til skólavistar og atvinnu og sífellt færri gáfu kost á sér til starfa í ungmennafélaginu. Loks var svo komið að meirihluti stjórnarmanna átti heimili sitt utan sveitarinnar. Þegar þeir burtfluttu hættu störfum sneru tveir heimamenn bökum saman og héldu áfram störfum í meira en áratug í viðbót. Starfið beindist mest að yngstu Merki Ungmennafélags Kjalnesinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==