Aldarsaga UMSK 1922-2022

536 – Iðkendur skulu mæta 10 mínútum áður en kennsla hefst til þess að skipta um föt. – Öll auka föt, skór og töskur eiga heima í búningsklefanum. – Iðkendur skulu ganga vel um búnings- og baðklefa. – Einungis er leyfilegt að vera með vatn í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum. – Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í klefunum. Í anddyri eru læstir skápar sem iðkendur geta notað til að geyma verðmæti. – Iðkendur hafa ekki heimild til að fara í fimleikasalinn nema í fylgd með þjálfara. Nemendur fara út úr salnum að æfingu lokinni í fylgd með þjálfara. – Iðkendur skulu mæta snyrtilega til fara, vera í æfingafatnaði, ekki bera skartgripi eða úr á sér og stúlkur með sítt hár skulu vera með teygjur í hárinu. – Ekki fara á nein áhöld án þess að spyrja þjálfarann ykkar um leyfi. – Einn í einu á stóru trampólínunum, nema þjálfari taki annað fram. – Iðkendur eiga ekki að hafa farsíma í salnum.717 Fimleikadeild UMFA hefur oftar en einu sinni fengið viðurkenninguna fyrirmyndardeild innan ÍSÍ, til að félög fái slíka viðurkenningu þurfa þau að vinna eftir ákveðnum reglum sem ÍSÍ setur. Lengst til hægri á myndinni er Elísabet Guðmundsdóttir, formaður Aftureldingar, en Eva Magnúsdóttir (lengst til vinstri) og Anna Margrét Arnardóttir veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd deildarinnar. Fimleikafólk úr Aftureldingu sem fór í vel heppnaða æfingaferð til Danmerkur í júnímánuði árið 2023.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==