Aldarsaga UMSK 1922-2022

535 var tekið í notkun á Varmá, þá fjölgaði mikið í iðkendahópi þessara greina. Árið 2021 var fimleikadeild Aftureldingar sú næststærsta innan félagsins, 24% iðkenda félagsins komu úr fimleikadeildinni, aðeins knattspyrnudeild félagsins var stærri. 15–20 þjálfarar sinna þjálfun innan deildarinnar, þar eru konur í miklum meirihluta. Á heimasíðu deildarinnar eru tíundaðar þær reglur sem eru við lýði á æfingum: – Matur er hvorki leyfður í fimleikasal né í búnings- eða skiptiklefum. Neyta skal matar við borðin í anddyri. – Berið virðingu fyrir starfsfólkinu og fylgið ábendingum þeirra. – Ganga skal vel um húsið og áhöldin, þetta er eign okkar allra. – Tyggjó er ekki leyft í fimleikasalnum. Stúlkur úr Aftureldingu sem urðu Íslandsmeistarar á trampólíni árið 2008. Fremst er Díana Mjöll Stefánsdóttir, í fremstu röð eru, talið frá vinstri: Lena Rós Þórarinsdóttir, Birta Jónsdóttir, Kristrún Kristmundsdóttir og Ísabella Ýr Finnsdóttir. Í annarri röð eru, talið frá vinstri: Eva María Guðmundsdóttir, Anna Valdís Einarsdóttir og Eydís Embla Lúðvíksdóttir. Í öftustu röð eru, talið frá vinstri: Oddný Þóra Logadóttir þjálfari, Brynja Ragnarsdóttir, Karen Anna Sævarsdóttir og Sveinbjörg Lilja Guðrúnardóttir. Þessir piltar úr Aftureldingu kepptu á fimleikamóti í Þorlákshöfn árið 2006. Talið frá vinstri: Kjartan Elvar Baldvinsson, Gunnar Hrafn Einarsson, Henrik Andreas Ásgrímsson, Arnþór Víðir Vilmundarson, Vignir Ómar Vignisson og Sigurður Jóel Sigurðsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==