Aldarsaga UMSK 1922-2022

534 Fimleikar innan UMFA „Miðvikudaginn 15. mars mættu foreldrar barna sem höfðu lýst áhuga á að stofnuð yrði fimleikadeild innan Aftureldingar. Á fundinn mættu 15 foreldrar ásamt Valdimar Leó Friðrikssyni framkvæmdastjóra aðalstjórnar. Vilji til að koma fimleikadeild á var mikill.“715 Þetta eru upphafsorð ársskýrslu fimleikadeildar Aftureldingar frá árinu 2000. Viljanum til að stofna fimleikadeild var fylgt eftir, deildin var stofnuð það sama ár og Níels S. Olgeirsson kjörinn formaður. Í fyrstu voru fimleikaæfingar einu sinni í viku í íþróttahúsinu á Varmá, þar skorti góðan tækjakost og lagði deildin mikla áherslu á að efla hann og auka. Strax myndaðist mikill áhugi meðal ungra Mosfellinga á starfinu, árið 2004 voru iðkendur orðnir 160 talsins sem æfðu á Varmá, auk þess æfðu um 70 ungmenni í íþróttahúsinu á Klébergi á Kjalarnesi. Árið 2007 voru iðkendur 240 á aldrinum 3–15 ára.716 Á undraskömmum tíma náði fimleikadeildin því að vera meðal þeirra fjölmennustu innan Aftureldingar. Þjálfurum fjölgaði einnig jafnt og þétt og var einn þeirra yfirþjálfari teymisins. Starfið byggðist mikið á öflugu foreldrastarfi, einkum konum, og var foreldrafélag stofnað árið 2005. Stjórn deildarinnar og þjálfarateymið voru einnig einkum skipuð konum. Iðkendur hófu strax að gera sig gildandi á keppnismótum en einnig var lögð áhersla á að sinna hinum almenna iðkanda. Stefnan var tekin á hópfimleika (trompfimleika) frekar en áhaldafimleika og árið 2002 festi fimleikadeildin kaup á kassettutæki sem notað var til að leika tónlist á æfingum. Árið 2005 var Anna Margrét Arnardóttir ráðin framkvæmdastjóri deildarinnar. Níels S. Olgeirsson gegndi formennskunni 2000–2002, síðan var Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir formaður í þrjú ár og Eva Magnúsdóttir 2005–2013. Tímamót urðu í starfsemi deildarinnar haustið 2014 þegar nýtt íþróttahús fyrir fimleika og bardagaíþróttir Meistarahópurinn M-1 veturinn 2003–2004. Í fremri röð frá vinstri eru: Ragnheiður Erla Björnsdóttir, Málfríður Jökulsdóttir, Dórothea Jóhannesdóttir, Sesselja Rán Sigurðardóttir, Lára Kristín Pedersen. Í aftari röð frá vinstri eru: Sigríður Hrund Pétursdóttir þjálfari, Eyrún Þóra Guðmundsdótir, Hildur Þórisdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Herdís Harðardóttir, Inger Ósk Sandholt, Brynja Ragnarsdóttir og Lena Rós Þórarinsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==