Aldarsaga UMSK 1922-2022

529 unni og Gerplu léku listir sínar á landsmóti UMFÍ á Húsavík árið 1987. Fyrst stunduðu eingöngu stúlkur hópfimleikana en síðan komu piltarnir einnig til sögunnar. Árið 1990 var Gyða Kristmannsdóttir ráðin yfirþjálfari hjá fimleikadeildinni, hún lagði áherslu á iðkun hópfimleika sem hún hafði kynnt sér í framhaldsnámi sínu í Danmörku. Vinsældir fimleikasýninga hjá Stjörnunni jukust jafnt og þétt en áhugi á áhaldaleikfimi minnkaði að sama skapi. Eldri fimleikahópurinn tók oft þátt í stórsýningum, bæði heima og erlendis, til dæmis á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1994. Sigurbjörg J. Ólafsdóttir var fyrsta Stjörnustúlkan sem varð Íslandsmeistari, í unglingaflokki árið 1990. Fimleikastúlkur úr Stjörnunni á fyrsta starfsári deildarinnar, 1982–1983. Hrafnhildur Gunnarsdóttir fimleikakona var kjörin íþróttamaður Garðabæjar árið 2001. Andrea Sif Pétursdóttir (f. 1996) hefur unnið stórkostleg afrek á fimleikasviðinu. Hún hóf að æfa fimleika fjögurra ára gömul með Stjörnunni og hefur alla tíð keppt fyrir það félag. Andrea var aðeins 16 ára þegar hún var valin í íslenska landsliðið, hún var kjörin íþróttakona Garðabæjar 2012, 2015 og 2017, íþróttakona Stjörnunnar þrisvar sinnum og var valin fimleikakona ársins af Fimleikasambandi Íslands 2017, 2018 og 2020. Andrea Sif varð Evrópumeistari með íslenska landsliðinu í hópfimleikum árið 2021 þegar keppnin fór fram í Portúgal í miðjum heimsfaraldri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==