Aldarsaga UMSK 1922-2022

528 Þetta síunga íþróttafélag náði fimmtugsaldri vorið 2021, þá skyldi blásið til veislu, þau áform tóku þó óvænta stefnu líkt og rakið er í ársskýrslu UMSK: „Gerpla náði þeim merka áfanga á árinu að verða 50 ára þann 25. apríl 2021. Búið var að undirbúa stór hátíðarhöld sem og stórfenglega afmælissýningu sem ekkert varð af vegna stöðugrar óvissu í þjóðfélaginu og mikilla samkomutakmarkana. Úr varð að fresta hátíð fram á næsta ár. Mikil vonbrigði á meðal félagsmanna og velunnara enda stór tímamót hjá farsælu íþróttafélagi. Í tilefni afmælis var þó gerð heimildarmynd um sögu Gerplu, upphaf þess og vöxt en viðtöl voru tekin við fjölda einstaklinga sem komið hafa að starfinu og uppbyggingu félagsins í 50 ár. Myndina átti að frumsýna á afmælishátíð 2021 en var frumsýnd 21. apríl 2022. Mikil vinna hefur farið í þessa dýrmætu heimild en myndin er um 30 mínútur að lengd.“702 Margir afreksmenn og -konur hafa gert garðinn frægan innan Gerplu og nokkur þeirra hafa hlotið fimleikabikar UMSK sem veittur er árlega samkvæmt sérstakri reglugerð en þar segir: „Fimleikabikar UMSK, gefinn af Ingvari Árnasyni, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í fimleikum á liðnu ári.“703 Hér fer á eftir listi yfir þá sem hlutu fimleikabikar UMSK á árabilinu 1995–2017, langflestir þeirra komu úr Gerplu en nokkrir úr Gróttu og Stjörnunni. 1995. Tromphópur kvenna í Gerplu. 1996. Rúnar Alexandersson í Gerplu. 1997. Rúnar Alexandersson í Gerplu. 1998. Rúnar Alexandersson í Gerplu. 1999. Rúnar Alexandersson í Gerplu. 2000. Tromphópur kvenna í Stjörnunni. 2001. Viktor Kristmannsson í Gerplu. 2002. Rúnar Alexandersson í Gerplu. 2003. Sif Pálsdóttir í Gróttu. 2004. Hópfimleikahópur Stjörnunnar. 2005. Viktor Kristmannsson í Gerplu. 2006. Sif Pálsdóttir í Gróttu. 2007. P-1 fimleikahópur í Gerplu. 2008. Ásdís Guðmundsdóttir í Gerplu. 2009. Íris Mist Magnúsdóttir í Gerplu. 2010. Kvennalið Gerplu í hópfimleikum. 2011. Kvennalið Gerplu í hópfimleikum. 2012. Kvennalið Gerplu í hópfimleikum. 2013. Dominik Alma í Gróttu. 2014. Norma Dögg Róbertsdóttir í Gerplu. 2015. Norma Dögg Róbertsdóttir í Gerplu. 2016. Kolbrún Þöll Þorradóttir í Stjörnunni. 2017. Andrea Sif Pétursdóttir í Stjörnunni.704 Stofnun Gerplu og hið öfluga starf félagsins varð til þess að ekki þótti ástæða til að koma á fót fimleikadeildum innan Kópavogsfélaganna Breiðabliks og HK en síðustu áratugina hafa slíkar deildir starfað innan Stjörnunnar, Gróttu og Aftureldingar. Stjörnufimleikar Fimleikadeild Stjörnunnar var stofnuð 12. september 1982 og var Ragna Lára Ragnarsdóttir kjörin fyrsti formaður deildarinnar. Fimleikastúlkur úr Garðabæ höfðu þá sótt æfingar í önnur bæjarfélög en jarðvegur og áhugi var fyrir hendi til að iðka slíkar æfingar á heimavelli, einkum hjá stúlkum á aldrinum 5–13 ára. Fljótlega eftir stofnun deildarinnar hóf Lovísa Einarsdóttir að þjálfa upp sýningarflokk sem sýndi fimleika bæði innan lands og utan um árabil við góðan orðstír. Fimleikaflokkur úr Stjörnunni sýndi til dæmis hæfni sína og fimi á landsmóti UMFÍ á Suðurnesjum sumarið 1984. Ragna Lára var formaður deildarinnar fyrstu tvö árin, síðan var Ólafur Berthelsen formaður í eitt ár, eftir það gegndi Anna R. Möller formennskunni í nokkur ár. Deildin óx jafnt og þétt, í fyrstu þurfti að nýta tækjakost skólanna í Garðabæ, margir komu að þjálfun, Guðni Sigfússon var hluti af þjálfarateyminu árið 1985 og sum áhöldin smíðaði hann sjálfur. Sama ár hófu piltar að æfa fimleika með félaginu, fjórum árum síðar kom ný íþróttamiðstöð til sögunnar í Ásgarði sem bætti fimleikaaðstöðuna mikið. Kínverskir þjálfarar komu einnig við sögu hjá deildinni með nýjar áherslur í farteskinu, þeir gerðu miklar kröfur til iðkenda sem skilaði sér í glæsilegum árangri. Árið 1986 fór fram fyrsta mót Stjörnunnar í hópfimleikum (trompfimleikum) og fimleikaflokkar úr StjörnLovísa Einarsdóttir þjálfaði sýningarflokk í Stjörnunni sem vakti strax athygli. Hér heldur hún á viðurkenningu sem hópurinn fékk á fimleikahátíð í Örebro í Svíþjóð árið 1983.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==