Aldarsaga UMSK 1922-2022

527 skólakerfið með góðum árangri. Svokallaðir bangsafimleikar hafa notið mikilla vinsælda en það eru æfingar fyrir eins og tveggja ára börn.699 Líkt og hjá öðrum íþróttafélögum fór starfið úr skorðum árið 2020 vegna heimsfaraldurs, fyrst frá marsmánuði fram á vorið og síðan aftur um haustið. Þá má segja að starfið hafi færst heim í stofu hjá iðkendum því æfingar voru útbúnar og stundaðar með tölvutæknina að vopni. Einnig voru æfingar færðar út á Versalavöll til að forðast of mikla nálægð á þessum undarlegu tímum í sögu heimsbyggðarinnar. Hin rómaða vorsýning og stærsti viðburður ársins hjá félaginu var felld niður vegna faraldursins, sumarstarfið var hinsvegar blómlegt. Þegar þetta er ritað eru iðkendur hjá Gerplu um 2000 talsins, sex mismunandi deildir eru starfræktar innan félagsins í íþróttahúsunum í Versölum og á Vatnsenda. Deildirnar eru: – Áhaldadeild karla og kvenna. – Hópfimleikadeild karla og kvenna. – Almenn deild. – „Parkour“-deild (íþrótt stunduð án keppni). – Fimleikadeild karla og kvenna. – Fimleikar fyrir fatlaða.701 eru t.d. alfarið bylting. Í dag eru mörg félög nokkuð vel búin áhöldum.“ – Má segja að aðstaðan sé að verða sambærileg við það sem gerist erlendis? – „Já, á margan hátt. Það er nú mjög góð aðstaða hjá Gerplu, Ármanni og Björkunum. Gryfjur eru nú hjá fimm félögunum þ.e.a.s. þessum þremur og svo Stjörnunni og Gróttu. Ákveðin samkeppni hefur áhrif á þetta. Þegar Fimleikasambandið varð 20 ára vorið 1988 var haldið málþing til að ýta við þessu en þá voru engar gryfjur komnar.“ – Þetta hlýtur að sýna meiri skilning og áhuga af hálfu þeirra sem ráða fjárveitingum á þessu sviði? – „Já, svo sannarlega. Fyrir svo stuttu síðan var þetta talið fráleitt. Það hefur valdið straumhvörfum og verið mörgum til eftirbreytni að ríkið skyldi styrkja Gerplu til kaupa á þessu húsi. Þetta var mál sem kom alls ekki til greina, en gerðist samt. … Það er í rauninni stórkostlegt að koma inn í Gerpluhúsið í dag og sjá breytingarnar því þetta var reglulega ljót skemma í upphafi! Og það kom ekki til greina að ríki eða bær settu pening í þetta.“ – Hvaða deildir hafa æft í Gerpluhúsinu? – „Það voru fimleikadeild, borðtennisdeild, badminton, júdó og karate sem kom síðast.“ – Hvernig gekk að láta enda ná saman? – „Þetta gekk upp. Þetta félag er rekið af fólkinu sem er þarna. Það hafa svo til allir aðstöðu í húsum sem eru styrkt af ríki og sveitarfélagi. Þetta er held ég eina félagið í landinu sem ekki býr við þá aðstöðu.“ – Nú varð uppbyggingin mjög hröð hjá Gerplu og félagið var töluvert áberandi. Geturðu útskýrt það? – „Við reyndum að nýta mjög vel alla þá æfingatíma sem við gátum fengið. Við áttum mjög gott fólk og við tókum þátt í öllu sem var að gerast hvort sem við áttum von á verðlaunum eða ekki. Svo var eiginlega fastur liður hjá okkur að annað árið fórum við út og hitt árið tókum við á móti erlendum hópum sem sýndu hér eða tóku þátt í mótum þannig að það voru mikil samskipti við nágrannaþjóðir.“ – Var þetta eitthvað nýtt þá? – „Já, af því að þetta var í miklu meira mæli en áður þekktist. Það hefur ef til vill haft einhver áhrif. Við vorum líka með ýmsar nýjungar t.d. trampólín, og nútímafimleika en ekki bara áhaldafimleika. Gerpla fékk á þessum árum verðlaun fyrir brautryðjendastörf.“ – Ertu bjartsýn fyrir hönd fimleikaíþróttarinnar á Íslandi? – „Já, ég trúi því að fimleikar verði ein fjölmennasta íþróttagrein landsins af því að fimleikar eru eðli sínu samkvæmt grunnuppbyggjandi fyrir hvaða íþróttagrein sem er ásamt því að fimleika geta allir stundað nánast á hvaða aldri sem er alla ævi. Þetta er samkeppnisíþrótt sem á ekki síður möguleika en aðrar greinar. Unga fólkið í dag hefur svo mikinn áhuga á menntun og fræðslu að ég trúi ekki öðru en það geri góða hluti. Menntun þjálfara er þar lykilatriði.“ Hér látum við staðar numið og þökkum Margréti fyrir spjallið. Það er vert að huga vel að því sem hún hefur sagt hér að framan þar eð hún er ein þeirra Íslendinga sem þekkja hvað best til íþróttamála hér á landi og þá sérstaklega fimleikanna. Orð hennar eru því kærkomin hvatning til allra er málið snertir.700

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==