Aldarsaga UMSK 1922-2022

526 og hópfimleikum og meistaraflokkur félagsins varði Norðurlandameistaratitilinn í hópfimleikum í nóvember. Það er í fyrsta skipti í 20 ár sem lið í kvennaflokki nær því. Liðið hefur hlotið fjölda viðurkenninga og var m.a. tilnefnt sem lið ársins hjá íþróttafréttamönnum og hlaut viðurkenningu sem lið ársins hjá Kópvogsbæ. Iðkendur félagsins voru í landsliði Íslands sem vann keppni á Smáþjóðaleikum í fimleikum og eins þá unnu iðkendur til verðlauna á einstökum áhöldum bæði í karla og kvennakeppninni. Að lokum er vert að minnast á að Norma Dögg Róbertsdóttir var varamaður í úrslitum á stökki á Evrópumóti í vor og er það besti árangur á áhaldafimleikum sem Íslensk fimleikastúlka hefur náð. Félagið fagnar ávallt vori með glæsilegri vorsýningu. Sýningarnar í vor fóru fram fyrir uppseldu húsi á fimm sýningum þar sem iðkendur og þjálfarar fóru á kostum.“697 Um starfsemina 2018 segir í ársskýrslu UMSK: „Íþróttafélagið Gerpla leggur áherslu á fjölbreytt þjónustuframboð og hefur það einkennt starfsemi félagsins undanfarin ár. Boðið er uppá fimleika í mismunandi formi fyrir breiðan aldurshóp hvort heldur sem markmiðið er að stunda líkamsrækt eða stefna á keppni í fimleikum.“698 Meðal annars tók Gerpla upp samstarf við leikskóla í Kópavogi, elstu börnin fóru með þjálfurum og starfsfólki í íþróttahús í grenndinni. Þannig náði starfið inn í Fyrsti formaður Gerplu Margrét Bjarnadóttir var kjörinn fyrsti formaður Íþróttafélagsins Gerplu árið 1971, síðar varð hún formaður Fimleikasambands Íslands. Margrét setti mikinn svip á sögu fimleika á Íslandi, hún hefur bæði verið sæmd gullmerki UMSK og gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín að íþróttamálum. Í afmælisriti Gerplu frá árinu 1991 birtist eftirfarandi viðtal við Margréti þar sem hún dregur upp glögga mynd af upphafsárum félagsins. Við báðum Margréti um að líta yfir farinn veg og jafnframt að spá í framtíð fimleika á Íslandi. – Af hverju datt ykkur í hug að fara að standa fyrir þjálfun fimleika? – „Þær sem mættu á stofnfundinn voru allar í leikfimi hjá mér. Við tókum upp greinar eins og fimleika, borðtennis, badminton og júdó sem önnur félög vildu ekki sinna af því að þetta voru dýrar og plássfrekar íþróttagreinar og erfiðar fjárhagslega. Ef maður athugar landið í heild þá kemur í ljós að alls staðar er stunduð knattspyrna, svo kemur handbolti og svolítið frjálsar íþróttir. Þetta er uppistaðan í flestum íþróttafélögum landsins, það eru íþróttagreinar sem sveitarfélögin styrkja, og sem hægt er að reka.“ – Samt gekk þetta stöðugt betur hjá ykkur? – „Já, já, en þetta eru greinar sem eiga alltaf undir högg að sækja í samfélaginu. Fimleikar eru ein dýrasta íþróttagrein sem rekin er. Þannig að það verður alltaf annar rekstrargrundvöllur en í öðrum íþróttum. Það er hugsjón sem er að baki þessu. Íþróttauppbygging er snar þáttur í menningu þjóðar.“ – Kom ekki til greina að stofna fimleikadeild í Breiðabliki? – „Sú hugmynd var komin fram en það var ekki áhugi fyrir því þá af því menn sáu þetta sem bagga á félaginu. Þá var Breiðablik líka svo mikið karlasamfélag að það kom ekki til greina að hafa konur þar t.d. í stjórn. Við þurfum ekki að fara lengra aftur í tímann. Þetta eru miklar breytingar … og þó … það eru ekki nema sex ár síðan fyrsta konan lenti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þetta hljómar ótrúlega fyrir Gerplufólk af því að þar hefur kynferðið aldrei skipt máli. Mér finnst það vera eitt af því sem félagið getur virkilega verið stolt af. Það hefur alltaf verið svo mikið að gera að fólk hefur e.t.v. ekki tekið eftir þessu.“ – Þið æfðuð á mörgum stöðum áður en þið fenguð Gerpluhúsið og þurftuð þess vegna að standa t.d. í miklum áhaldaflutningum. Ég get ekki hætt að dást að þeim dugnaði. – „Já, það var óskaplega mikil vinna við að flytja áhöldin á milli staða jafnvel í sömu vikunni. Eða hífa þau upp á svalirnar í Kópavogsskóla af því að geymslan þar var svo lítil. Það er ótrúlegt að það skuli einungis vera liðin 12 ár frá því þetta var því aðstaða fyrir fimleikafólk hefur breyst óhemjumikið. Það má segja að það hafi orðið bylting á þessu sviði, en þó mest á allra síðustu árum. Gryfjurnar Margrét Bjarnadóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==