525 félagsmenn hafa unnið hérlendis og erlendis, bæði í einstaklingsgreinum og hópfimleikum. Haustið 2010 náði félagið þeim einstaka árangri að verða Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna en keppnin fór fram í Malmö í Svíþjóð. Árið 2011 varð Gerpla 40 ára, þá sannaðist enn og aftur orðasambandið „allt er fertugum fært“ því starfið hafði aldrei verið blómlegra eins og glöggt kemur fram í ársskýrslu UMSK: „Starf félagsins er umfangsmikið enda æfa hjá félaginu að jafnaði 1500 iðkendur yfir vetrartímann. Framboð á æfingum og stuttum námskeiðum hefur verið aukið töluvert og má þar nefna nýbreytni sem m.a. eru námskeið fyrir mæður í fæðingarorlofi og börn þeirra. Það er afar eftirsóknarvert að æfa hjá Gerplu og er biðlisti í alla hópa félagsins. Í sumar voru rúmlega 500 börn sem nýttu sér fimleika og leikjanámskeið félagsins. Alls eru um 350 manns á biðlista og langstærstur hluti þeirra eru börn á aldrinum 5–7 ára. Félagið hefur á að skipa færu starfsfólki en alls starfa um 130 hjá félaginu. Þar af eru um 30 manns í fullu starfi. Félagið fagnaði á árinu 40 ára afmæli og var afmælissýning félagsins einn af hápunktunum í starfi félagsins. Sýningin bar nafnið Fantasía. Venju samkvæmt eru sýningar félagsins stórglæsilegar en að þessu sinni var ennþá meira lagt í sýninguna og niðurstaðan var í samræmi við það. Glæsilegir fimleikamenn sem sveifluðu sér í svifrám sem festar voru í loftið í salnum, frábærar fimleikastúlkur og drengir sem gerðu dýnustökk í takt við dúndrandi trommuleik, lifandi söngur ásamt leikrænum tilþrifum frá kynni eru bara brotabrot af því sem áhorfendur upplifðu. Páll Óskar Hjálmtýsson kom á seinustu sýningu félagsins og tók þátt í lokaatriðinu. Það var uppselt á allar fjórar sýningar félagsins og sáu iðkendur, þjálfarar og starfsfólk félagsins til þess að áhorfendur fóru agndofa úr húsi.“696 Gerpla er eina fimleikafélagið innan UMSK og það stærsta á Íslandi. Fimleikar áttu stöðugt vaxandi fylgi að fagna hjá félaginu og oft hafa myndast þar langir biðlistar. Árið 2013 var starfseminni lýst þannig í ársskýrslu UMSK: „Iðkendur félagsins hafa nú sem áður verið í fararbroddi í íslenskri fimleikahreyfingu. Félagið á Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum áhalda Íþróttahús Vatnsendaskóla í Kópavogi er bæði notað fyrir skólaíþróttir og fimleikaæfingar hjá Gerplu, enda er það sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum. Þegar húsið var vígt var tæp hálf öld liðin frá stofnun Gerplu, byltingin í aðstöðumálum var algjör frá því að Gerplurnar æfðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla og hófu stundum atrennuhlaupið frammi á gangi til að komast á flug. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==