523 svo sem borðtennis, badminton, leikfimi, fimleika. Allar þessar íþróttir eiga vel við fólk í þéttbýli, en þó vafalaust sérstaklega vel fallnar til iðkunar í dreifbýli, þar sem fámenni er og húsnæði af skornum skammti. Innganga Gerplu í UMSK hefur frá mínum bæjardyrum séð verið ánægjuefni, þar sem með tilkomu sambandsmóta í borðtennis og badminton hefur stóraukizt áhugi á þessum íþróttagreinum í félögum UMSK, bæði í þéttbýli og dreifbýli.“694 Á árunum 1979–1980 voru fjórar deildir innan Gerplu: Fimleikadeild, badmintondeild, borðtennisdeild og júdódeild, árið 1981 bættist karatedeildin við. Starfið gekk vel en júdódeildin starfaði þó lítið vegna aðstöðuleysis. Það ár annaðist Gerpla þjóðhátíðarhöldin í Kópavogi og var það viðamesta fjáröflunin á því ári, einnig hélt félagið kökubasara til að safna fé fyrir starfið. Tímamót urðu í sögu Gerplu á 8. áratugnum þegar félagið innréttaði leiguhúsnæði fyrir starfsemi sína á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Byggingin var reist sem verkstæðishús fyrir stórvirkar vinnuvélar og það var geysimikið átak að breyta henni í íþróttahús, að mestu var verkið unnið í sjálfboðavinnu. Nokkrum árum síðar samdi félagið um kaup á húsnæðinu með ríflegum fjárframlögum frá ríki og Kópavogsbæ. Það var einnig stór Fimleikafólk úr Gerplu sem tók þátt í unglingamóti Íslands í febrúar árið 1988. Aftast eru þjálfararnir Valdimar Karlsson, Kristín Gísladóttir, Heimir Gunnarsson og Karol Zcicmowski. Haustið 1972 keppti borðtennisfólk úr Gerplu á UMSK-móti sem fór fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==